Leita í fréttum mbl.is

Líkkistumaðurinn og Björn Pétursson í Öxl

Ég er ansi smeykur um að ferðalangur þessi geri ekki grein fyrir ,að hann er staddur í landi þar sem niðjar Björns sáluga Péturssonar frá Öxl í Breiðuvíkurhreppi eru á hverju strái. En eins og flestir vita, var Björn frá Öxl þekktur fyrir flest annað en gera gælur við ferðamenn, enda lauk ferðalögum túrista gjarnan að Öxl og spurðist harla fátt tilþeirra eftir það. Við getum því leitt að því líkum hvaða traktéringar útlenskur hjólreiðagarpur með líkkistu í eftirdragi hefði fengið að Öxl, þá er Björn Pétursson var bóndi þar.

Nú er bara að sjá, hvort öll ferðaþjónustugen frá Birni sáluga forföður okkar, séu að fullu til þurrðar gengin hjá afkomendum hans.


mbl.is Á hjóli með líkkistu í eftirdragi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Gunnbjörn Pétursson er nafn morðingjans sem nefndur er Björn frá Öxl.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.5.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaðan hefur þú það Guðrún Magnea að Björn frændi okkar hafi heitið Gunnbjörn?

Jóhannes Ragnarsson, 28.5.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband