Leita í fréttum mbl.is

Glæpirnir eru óteljandi og samfélagið markað af þeim til frambúðar

Capitalist_pig-690x580Jæja, eru þá stórkapítalistarnir utan úr heimi farnir að kaupa jarðir undan forseta Alþingis, þessum dæmalausa samherja auðvaldsins í bráð og lengd. Eftir situr bróðir forsetans virðulega hágrénjandi eins og hamslaus óþekktarungi og klifar þá því að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur út af kaupum Ratcliff (Rottukliff eða Rottuklettur eins og hann heitir á íslensku.) En það hefir ekkert upp á sig fyrir forsetabróðirinn að sitja grénjandi í Mogganum og vita ekki sitt rjúkandi ráð; það hefir nefnilega verið óskráð stefna stjórnvalda í þrjá áratugi að koma sem flestum bújörðum höndurnar á auðvaldsbesefum, sem liggja á þýfi sem þeir vilja losa um, í fullvissu þess, að auðvaldsgeiturnar hefji ekki sauðfjár- eður nautgripabúskap á jörðunum.

Rottukliff hinn breski er til dæmis afburðafjárfestir, sem komist hefir yfir heilmikin auð án þess nokkurn tíma að vinna fyrir honum; en þessháttar kvíajukkar þykja bestir og fjármagn þeirra ósköp þolinmótt eins og köttur sem bíður rólegur utan við holuna eftir að músin birtist.
Bráðum verður forsetabróðirinn sjálfur seldur, trúlega Rottukliffa, og allt í boði ríkisstjórnar íslenska lýðveldisins, sem horfir bara á með velþóknum meðan auðvaldið svelgir upp jarðirnar í landinu fyrir illa fengið fé.

RæningiJá, glæpir auðvaldsins á Íslandi eru óteljandi og þeir eru stórir og miklir og kapítalistarnir, siðblindir og hamslausir, líta athafnir sínar mjög jákvæðum augum og telja þær heyra náttúruöflunum og Guði til og þar með sé óhugsandi að hnika neinu til í þeim efnum. Til dæmis á ladinu okkar, þessu Íslandi sem svo er kallað, bjó þjóð sem hafði alla burði til að verða nokkuð til fyrirmyndar í heiminum; það fór eins og það fór. En í stað þess að ganga eins og siðað fólk götu sósíalisma og góðra siða tóku skipulögð glæpasamtök völdin og eyðilögðu samfélagið svo rækilega með siðblindu, græðgi og þjófræði, að í dag stendur ekki steinn yfir steini og litlar líkur eru á að samfélagið bíði þessa nokkru sinni bætur og láti sér lynda að vera glæpamanna- og villidýrahjörð. 


mbl.is Ratcliffe bætir við sig jörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband