Leita í fréttum mbl.is

Þér að segja.

,,Nú þurstu Danir út um kráardyr ekki færri en þrjátíu saman og sóttu allir að mér. En svo fór á skammri stundu að sex lágu fallnir. Hörfuðu hinir þá yfir götuna og fluttu með sér særða menn í öngviti. Stóð ég þá einn fyrir kráardyrum, en hinir andspænis mér og horfðumst við á yfir breiða götuna.

Þá er það að Danir senda fram gegn mér einn heljarmikinn mann. Ekki hefur hann verið minna en 195 sentímetrar á hæð og digur að sama skapi. Vel búinn maður með manséttur.

Daninn gengur nú á móti mér yfir götuna með boxaratilburðum, en fer sér hægt í fyrstu svo mér gefst tóm til að hugsa um hvaða brögðum ég skuli nú beita til þess að leggja risann að velli.

Það hafði ég ekki hugleitt til hlýtar þegar hann tók undir sig stökk og á mig. En hitt er víst, að mér brást ekki á síðustu stundu að taka hann réttum tökum. Ég tók annarri hendi í buxnaklauf mannsins og hinni í brjóst hans, hóf hann á loft og kastaði honum. Hann sveif yfir götuna og kom niður skammt frá gngstéttarbrúninni þar sem hinir stóðu. Og það sem ég ekki kastaði honum á lofti, það skondraði hann eftir götunni svo hann staðnæmdist ekki fyrr en í rennunni við tærnar á þeim.

Á þetta horfðu þeir, liðlega tuttugu manns með sex óvígfæra liggjandi á götunni að baki sér, og höfðust ekki að gegn mér.

Danir komu ekki aftur. (Úr bókinni: Þér að segja - Veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband