Leita í fréttum mbl.is

Ofursveitin Bára og Klausturdónarnir munu taka lagiđ á ţjóđhátíđ

gitar_888308.jpgEkki hefi ég hugmynd hvurnig á ţví stendur, en ţegar mér varđ litiđ á greinina um ,,tíma á nafnverđsađlögum, kom ósjálfrátt upp í hugann tími ofurhljómsveitanna, the supergroups, öhaha. Ţađ hófst međ ţví ađ góđar og vinsćlar rokksveitir tóku sig upp og stokkuđu sér saman upp á nýtt og úr varđ súpergrúppa, til dćmis Trúbrot, Náttúra, Blind Faith, ađ ógleymdum Ragga Bjarna sem var alltaf ađ hreinsa til hjá sér og sćkja betri spilara í stađinn. Ţau urđu ţví miđur örlög súpegrúppanna ađ ţćr spruttu úr sér, urđu ć flóknari í tónsmíđum og flutnigi verka og köfuđu ađ síđustu í hassreykjasvćlu í einhverju niđurníddu skúrrćxni.

En nú virđist loks vera ađ rofa til á ný. Ný tíđ ofursveita er í deiglunni og mikil gerjun og spenna í lofti. Ţađ hefir sem sé kvisast, ađ í uppsiglingu sé stofnun sannkallađrar súpergrúppu, sem mikiđ má búast af í framtíđinni. Hin tilvonandi merka grúppa, sem ekki er af verri endanum, mun eiga ađ heita ,,Bára og Klausturdónarnir", en ţađ er vissulega kunnuglegt nafn sem gefur fyrirheit um eitthvađ mjög skemmtilegt. Öll eru ţau stórstjörnur, jafnvel í alţjóđlegu samhengi, sem getiđ hafa sér gott orđ í bransanum.

Sjáiđi bara hann Sigmund Davíđ, sem spilar á rottuhala og gaular eins og stagkálfur, hann kom syndandi beint upp úr Framsóknarfjóshaugnum, sem er alveg upp viđ hliđina á Framsóknarfjósinu. Hann er snillingur, sem samiđ hefir Tortólukviđuna, verk í mögum glćfralegum ţáttum. Og hann Gunnsi Braggi, ţessi öđlingur sem sjálfur kvađ Liljuna viđ knćpuborđiđ ađ Klaustri, ţađ er nú kveđskapur sem segir sex, eins og gömlu kallarnir komust ađ orđi ţegar ţeir hugsuđu dónalega. Svo er ţađ auđvitađ hún Bára, sem saung sig svo fallega inn ađ innstu hjartarótum Íslendinga međ ţví ađ sýna okkur inn í hugarheima Klausturbrćđra; ţađ er nú ekki svo lítil gjöf eins listamanns til ţjóđar sinnar. Ofurhljómsveitin Bára og Klausturdónarnir verđa ađalnúmeriđ á ţjóđhátíđini í Vestmannaeyjum og ţar ćtla ţau ađ frumflytja ofurtónverkin ,,Kolklikkađa kuntan", sem er vals í fís-dúr, og ,,Skrokkur til ađ skíta í", en ţađ er menúett, í fís-moll. Ţađ verđur fjör í Eyjum hjá Árna, Ása og Elliđa á ţjóđhátíđ í ár.  


mbl.is Tími á nafnverđsađlögun fasteigna?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband