Leita í fréttum mbl.is

Ofursveitin Bára og Klausturdónarnir munu taka lagið á þjóðhátíð

gitar_888308.jpgEkki hefi ég hugmynd hvurnig á því stendur, en þegar mér varð litið á greinina um ,,tíma á nafnverðsaðlögum, kom ósjálfrátt upp í hugann tími ofurhljómsveitanna, the supergroups, öhaha. Það hófst með því að góðar og vinsælar rokksveitir tóku sig upp og stokkuðu sér saman upp á nýtt og úr varð súpergrúppa, til dæmis Trúbrot, Náttúra, Blind Faith, að ógleymdum Ragga Bjarna sem var alltaf að hreinsa til hjá sér og sækja betri spilara í staðinn. Þau urðu því miður örlög súpegrúppanna að þær spruttu úr sér, urðu æ flóknari í tónsmíðum og flutnigi verka og köfuðu að síðustu í hassreykjasvælu í einhverju niðurníddu skúrræxni.

En nú virðist loks vera að rofa til á ný. Ný tíð ofursveita er í deiglunni og mikil gerjun og spenna í lofti. Það hefir sem sé kvisast, að í uppsiglingu sé stofnun sannkallaðrar súpergrúppu, sem mikið má búast af í framtíðinni. Hin tilvonandi merka grúppa, sem ekki er af verri endanum, mun eiga að heita ,,Bára og Klausturdónarnir", en það er vissulega kunnuglegt nafn sem gefur fyrirheit um eitthvað mjög skemmtilegt. Öll eru þau stórstjörnur, jafnvel í alþjóðlegu samhengi, sem getið hafa sér gott orð í bransanum.

Sjáiði bara hann Sigmund Davíð, sem spilar á rottuhala og gaular eins og stagkálfur, hann kom syndandi beint upp úr Framsóknarfjóshaugnum, sem er alveg upp við hliðina á Framsóknarfjósinu. Hann er snillingur, sem samið hefir Tortólukviðuna, verk í mögum glæfralegum þáttum. Og hann Gunnsi Braggi, þessi öðlingur sem sjálfur kvað Liljuna við knæpuborðið að Klaustri, það er nú kveðskapur sem segir sex, eins og gömlu kallarnir komust að orði þegar þeir hugsuðu dónalega. Svo er það auðvitað hún Bára, sem saung sig svo fallega inn að innstu hjartarótum Íslendinga með því að sýna okkur inn í hugarheima Klausturbræðra; það er nú ekki svo lítil gjöf eins listamanns til þjóðar sinnar. Ofurhljómsveitin Bára og Klausturdónarnir verða aðalnúmerið á þjóðhátíðini í Vestmannaeyjum og þar ætla þau að frumflytja ofurtónverkin ,,Kolklikkaða kuntan", sem er vals í fís-dúr, og ,,Skrokkur til að skíta í", en það er menúett, í fís-moll. Það verður fjör í Eyjum hjá Árna, Ása og Elliða á þjóðhátíð í ár.  


mbl.is Tími á nafnverðsaðlögun fasteigna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband