Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orð um Sjálfstæðisflokkinn, Mússólína, Hitler og Churchill

hitler1Gáfumannastóði hægrisinna er mjög í mun að spyrða Jósef heitinn Stalín við hægrisinnuðu ofurmennin, Hitler og Mússólína, því þeir töpuðu heimstyrjöldini og voru þar að auki verstu óbótamenn. Gáfnaljósin i Sjálfstæðisflokknum reyna líka hvað þau geta, með hjálp vísvitandi pólitískrar ruglandi, að afmá allt sem sem tengir þennan sérkennilega og gjörspillta ofsatrúarflokk við við þá kompána Hitler og Mússólína um leið og þeir fínpússa skíthælinn Churchill og berjast við að koma því til skila að sá kall hafi verið guðlegrar náttúru.

Staðreyndirnar eru hinsvegar þær, að Churchill þessi og Roosvelt voru vinir Hitlers og Mússólína. Það voru og Sovétríkin, með Stalín sáluga í fylkingarbrjósti sem hrundu fasismanum, þessu viðurstygglega vopni í vopnabúri kapítalismans og sigruðu í síðari heimstyrjöldinni. Herir Stórbretlands og USA komu löngu síðar til Berlínar, eftir að nasistasvínin höfðu gefist upp fyrir félaga Stalín og hans mönnum.

Á uppgangsárum nasismans á fyrrihluta síðustu aldar var líka starfræktur nasistaflokkur á Íslandi, sem skreytti sig með járnkrossum og hakakrossum og trúðu á yfirburði hvíta kynstofnsins og Hitler. Um sama leyti sátu nokkrir nasistar á Alþingi Íslendinga í nafni Sjálfstæðisflokksins. Þessi þrifafénaður lét sig hafa, fyrir utan margvíslega aðra fávisku og skítakap, að kæra mesta sósíalista Íslands, bæði fyrr og síðar, Þórberg Þórðarson frá Hala í Suðursveit, fyrir að skrifa óvirðulega um nasistaskepnurnar í Þýskalandi, en það gerði hann fáeinum árum áður en heimstyrjöldin hófst. Og þegar Stalín hafði gengið milli bols og höfðust á hinni nasistísku óværu í Evrópu, skriðu nasistablækurnar á Íslandi, allar sem ein, beint inn í Sjálafstæðisflokkinn, því þær vissu að þar var samúð að finna og bræðralag við hinn nýdauða nasisma. Nú er að sjá, árið 2019, að afturganga nasismans sé komin á kreik og jafnógeðsleg sem fyrr. Og að sjálfsögðu finnur þessi óhrjálegi draugur sem fyrr vináttu og hlýhug hjá forynju kapítalismans.


mbl.is Heimsþekktir menn á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband