Leita í fréttum mbl.is

Af ţeim frćkna garpi Snata og afrekum hans fáeinum

dog5_870748.jpgŢađ var laglega af sér vikiđ hjá hundunum ađ ná álftarunga og rífa hann í sig eins og jólaköku. En ţessir hundar voru tveir, svo verk ţeirra var ekki eins merkilegt. Hinn merki hundur Snati var oft einn viđ ađ vinna sín frćkilegustu afrek; en hann fór vel međ svo aunginn vissi hvurn hund hann hafđi í raun og veru ađ geyma. Viđ höfum áđur vikiđ örlítiđ ađ ţví ţegar Snati lógađi húsbónda sínum, Ólafi bónda, međ ţví ađ ýta honum fyrir sextugan hamar. Ađ öđru leyti hefir Snati oftliga jagađ sauđfé, fullorđnar ćr, dilka og jafnvel gríđarlega hrúta hefir hann ađ gamni sínu vanađ međ ţví ađ hlaupa eldsnöggt aftan ađ ţeim og klippa undan ţeim punginn međ hárbeittum tönnum sínum.

Hinsvegar rak bćndur í sveitini í rogastans ţegar kýrin Mókolla fanst örend einn sumarmorgun í haga; hún hafđi veriđ bitin á háls af einhverju hrottakvikindi, sem var mikiđ stćrra og öflugra en nokkurt óargadýr sem menn höfđu spurnir af, mikiđ stćrra en ísbjörn eđa afríkuleón. Aunginn vissi sem var, ađ ţar hafđi Snati komiđ ađvífandi um nóttina međ hundasveit sína fullmannađa og gengiđ frá mjólkurkúnni Mókollu á afgerandi hátt. Í annađ sinn trylltist ţarfanaut sveitarinnar, yxniđ mikla, sem geymt var innan rammgerđrar gaddavírsgirđingar, reif niđur girđinguna í ofsafengnu áhlaupi og rann á harđastökki fyrir björg og á sjó út og sást aldrei meir. Ţetta var skammt frá ţeim stađ er Ólafur bóndi hrapađi til bana. En ţađ er einkennilegast ţótti viđ atburđ ţenna var ađ hređjar yxnisins fundust í reiđileysi innan vébanda gaddavírsgirđingarinnar ásamt dauđrotuđu hvolpshrći; en hvolpinn hafđi Snati sent á yxniđ til ađ klippa undan ţví.

Jú, vissulega hefir Snati unniđ á göglum sér til gamans, oft ţá međ unghunda međ sér til ađ ćfa ţá til morđa. Heilli svanafjölskyldu unnu ţeir eitt sinn á viđ litla og fagra tjörn. Stóru álftirnar voru hinar verstu viđureignar, en Snati, eldsnöggur sem hann hefir ćtíđ veriđ og ráđagóđur, berađi tönnur sínar drifhvítar á hárnákvćmum augnablikum, tvívegis í röđ, og tók sundur hálsa beggja illfyglanna svo hratt ađ auga fékk ei numiđ. Og enn er Snati í fullu fjöri, orđinn tćplega fertugur, elstur hunda í landinu og fjarri ellimörkum; sjón hans og heyrn virđist yfirnáttúrleg og ţefvísin međ afbrigđum. Síđas í gćr fékk hann sér lystigöngu undir hamarinn, hvar Ólafur bóndi týndi sínu lífi í urđ af eggjagrjóti; ţađ var hörmuleg ađkoma. Og ekki var annađ ađ sjá, en hinn reynslumikli hundur vćri bćrilega ánćgđur međ afrek sín, ţví hann dillađi rófunni ákaflega er hann hnusađi af ţeim stađ sem Ólafur heitinn hafđi fundist á sínum tíma illa í sundur hogginn af beittu eggjagrjótinu í urđinni, en Snata var sem kunnugt er afar í nöp viđ Ólaf bónda, enda var sá karl hinn versti hrotti og sadisti. 


mbl.is Hefđi getađ fariđ á hinn veginn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

og burtséđ frá ţví í ţessu tilfelli held eg ađ muligvis voru bara  ekki ţessi foreldrar bara  ađdeins "ligeglad" voru  eflaust ţeirra "fřrstfřdte" og ţví ekki visir um hvađ ţeir ćttu ađ ábyrgjast - En ţetta "unga" par leggur eflaust egg igen igen nćsta ár ţau og ţá passa ţau sig betur á "snötunum" og verđa eflaust á vakt!

Jón Arnar, 30.7.2019 kl. 22:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband