Leita í fréttum mbl.is

Sú var tíðin

skipSú var tíðin, að önnur skip vöktu meiri lukku í Tálknafirði en þetta prumpvaskafat ,,Lord Nelson" eða hvað þetta vandræðastöff heitir. En það var, vel að merkja, fyrir daga kvótakerfisins í sjávarútvegi, sem lagt hefir byggð í Tálknafirði og margra annarra slíkra staða nánast í rúst. Nú reka börn í Tálknafirði upp stór augu þegar skip nálgast höfnina og spyrja hvað þetta eiginlega sé, sem líður eftir haffleti fjarðarins.

hirtFyrir nokkrum áratugum, alls ekki svo mörgum, áttu Tálknfirðingar glæsiskip og mikla kapteina, sem sigldu út og austur og komu með mikinn afla að landi. Þeir sigldu meira að segja til annara landa og gjörðu garðinn frægan, til dæmis á Hirtshals Kro og virtum næturklúbbum í Álaborg; og hrelldu saklausa sveitamenn í Lerwick á Shetlandseyjum með háskalegum og harðmúruðum tiltekjum. Síðan var siglt heim og slegið upp veislu.

Í dag eru einungis eftir á áður lifandi uppgangsstöðum fáeinar eftirlegukindur og nokkri útlendingar, sem lystisemdir heimsins hafa að mestu yfirgefið, og rata ekki leiðina burt. Glæsisnekkjurnar, fiskveiðiskipin, eru horfin veg allrar veraldar, en þorskur og ýsa komin í rassvasa örfárra vildarvina auðvaldsins og arðræningjastóðsins.

Til viðbótar: Fyrir þrem vikum síðan km ég á torgið Trafalgar í Lundúnum. Á því torgi hafa enskir stríðsæsingamenn komið upp minnismerkjum um hernaðarlæti sín. Þar er meðal annars ægilegt prik sem gnæfir eina tuttugu til þrjátíu faðma yfir torgið og ofan á því Nelson nokkur flotaforingi, sem féll blessunarlega í sjóbardaga; eða datt bara augafullur í sjóinn og drukknaður þegar sjóliðum tókst að inbyrða hann aftur. 


mbl.is Nelson lávarður vakti lukku á Tálknafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband