Leita í fréttum mbl.is

Úr jólaglöggi í gambrabrugg og úr gambrabruggi í náhland frá Tuborg

full2Djöfulsins bölvaðir drykkjuræflar eru þetta fólk. Nær tveimur mánuðum fyrir jól fara þessir aumingjar að þamba eitthvert náhland, sem það af frægu andleysi sínu og menningarskorti kallar ,,jólabjór." Á árum áður fundu fylliraftar upp þann görótta drykk ,,jólaglöggið" sem var samhellingur af abelsíni, volka, rauðvíni og kanilsykri. Var þá til siðs á jólaföstunni að safnast saman hér og hvar og hvolfa óþverranum í sig. Á eftir létu glöggararnir eftir sér að drýgja hór og æla út leigubifreiðar.

En nú er öllum jólaglöggveislum lokið og flestir dauðir eða á vitfirringahæli, sem iðkuðu þann sið á jólaföstunni. En upp úr glöggtímabilinu kom smá-uppstytta með gambrabruggi og sprittkogara útí; þetta var lúmskur drukkur, sem kom jafnvel rólegustu mönnum til að fremja sóðalegustu hervirki.

En í dag fara drykkjusjúklingarnir á bjórfyllirí frá Tuborg um það bil sem þriðju leit lýkur í sveitum. Og aunginn veit hvaða viðbjóður er í þessum jólabjór, en tilfellið er, að undramargir verða kolvitlausir af þessu hlandi, en fullvíst má telja, að nokkuð magn af þvagi sé blandað saman við bjórlöginn til að drýgja hann og bragðbæta. Svo æla drykkjurútarnir út um allar jarðir af ólyfjaninni, finnast dauðir á gangstéttum, búnir að skíta og míga í sig. Og kvenfólkið auðvitað ekki betra þar sem það slagar um stræti, nærbuxnalausar, hljóðandi eins og verst flagmerar. 


mbl.is Fyrsti jólabjórinn kominn til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband