Leita í fréttum mbl.is

Nautgripir, forynjur og óð handanheims meri í hestalátum

boli_1056815.jpgStundum er talað um að þessi eða hinn sé nautheimskur og er þá væntanlega átt við að naut séu eitthvað það heimskasta sem finna má á byggðu bóli. Þá ganga sögur af því að griðungar séu sérlega fólsk kvikindi og leitist gjarnan við að myrða fólk, ef þeir telja sig eiga færi á þessháttar munaði. Okkur er í fersku minni blótneytið sem réði húsfreyjuna af dögum á hlaðinu heima hjá nágrannaðum, þar sem hún hafði verið í heimsókn. Nú, griðungurinn fékk náttúrlega að kynnast réttlætinu í beittu stáli og vara af húsbónda sínum fláður og bútaður niður. Síðan fékk eiginmaður hinnar látnu konu ketið af morðingjanum í beætur fyrir konumissinn.

Í dag eru mannýgir tuddar geymdir inni í rammgerum húsum þar sem þeir eru tjóðraðir með járnkeðjum uppi í básum sínum svo þeir sleppi ekki út til að myrða mannfólk með því að hafa það undir og stanga í hel. Ef nautgripur af fyrr lýstu tagi slyppi úr haldi og yrði mannsbani mundi eigandi hans verða dreginn fyrir dóm og dæmdur til fangelsisvistar en nautið brytjað niður í gúllasch og snitzel.

En svo eru það þessi manlegu naut. Það er öllu hættulegri fénaður, lúmskur og illvígur. Hvað getum við sagt um nokkurskonar sauðnaut, fljótt á litið í mannsmynd, kafloðið að vöngum og með bindi, illa gyrt og krumpað? Tjahh, okkur mundi verða orðfall, ekki eitt einast orð kæmi fram á varirnar af aldeilis yfirþyrmandi forundran. Ég tala nú ekki um ef slíkt forynjulíki kæmi til fundar við oss, ríðandi á hvítri meri í hestalátum. Má vera að sumir mundu halda að þar væri mættur til leiks djáknaskrattinn frá Myrká í þeim erindagjörðum að kokkála góðbændur í sveitum landsins. Eða hvort þetta væri ekki nautgripurinn Þorgeirsboli, margfrægur af vondri viðkynningu. Að minnsta kosti er það ramm-þjóðsagnalegt, að enn þann dag í dag megi Íslendingar eiga von á að mæta skæðum draugum í nauts, djákna, eða jafnvel merarlíki, um hábjartan dag. Hvurnig í andskotanum á fólk að snúa sér í þvílíkum ókjörum á tuttugustu og fyrstu öldinni?


mbl.is Segir lýðræðið hætt að virka sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband