Leita í fréttum mbl.is

Slepjugt skrímsli sem flatmagar í spillingarbælinu

x26Af hverju getur umræða um spillingu á Aþingi aldrei orðið annað hláleg hræsni og lygi? Svarið við þeirri spurnigu er auðsvarað, svarið liggur í augum úti eins og hreppsnefndarviðundrið sagi hér um árið. Þegar fleiri en færri ræðumenn í sölum Alþingis eru sannarlega spilltir, sumir gjörspilltir og undir grun um að vera siðblindir, þá verður öll umfjöllun hinnar virðulegu stofnunnar verri en engin umræða vegna ruglandinnar sem hún veldur með þjóðinni.

Inni á Alþingi vaða um sali ýmiskonar ólánskvikindi, skipulögð glæpasamtök, staurblindir græðgisfrömuðir, sálsjúkir og sálarrotnir. Þetta eru nú endemin sem stjórnmálaflokkarnir velja á framboðslista sína og bjóða fólki upp á að kjósa til Alþingis með skjalli og rándýrum aulýsingaherferðum. Og múgurinn, latur til heilans og sálarinnar, óupplýstur og ruglaður, lætur ekki á sér standa að kjósa allskonar óféti og óþjóðargerpi til að stjórna lagasetningu og framkvæmd laga. Það er ekki nema eðlilegt, að útkoman sé slepjugt skrímsli, monster, sem flatmagar í spillingarbæli, ropandi af offylli.

Umræðan, sem fram fór á Alþingi morgun, var þar af leiðandi ein rjúkandi firringasamkoma, skammarleg, sorgleg, dapurleg og aumingjaleg. Að heyra þingmannsskömm æpa úr ræðustól, að Samherji hafi nú skaffað okkur margan aurinn er svo fábjánalegt, að mann setur hljóðan. Samkvæmt slíkum fræðum, eigum við eflaust líka að trúa því, að Samherji hafi skapað fiskinn í sjónum, án Samherja hefði aunginn fiskur komið á land og svo framvegis. Sona heilaþveginn heilaspuni er auðvitað trúrbrögð, trúarbögð af verri endanum. En hvað er þá til ráða? Það er ekkert til ráða.  


mbl.is „Spillingarbæli“ eða óþarfa dramatík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband