Leita í fréttum mbl.is

Samherjamálið er ekkert ,,áfall" fyrir þjóðina

x38Samherjamálið er alls ekki neitt alvarlegt áfall fyrir þjóðina, það er ekki einusinni einfalt, smááfall fyrir þjóðina. Það má vel vera að málið sé áfall fyrir helstu pótintáta Sjálfstæðisflokksins og aðra hægrigúbba eins og Þorstein Pálsson og aðra slíka, sem vöktu upp kvótakerfið í sjávarútvegi. Hinsvegar hefir þjóðin, að minnsta kosti stór hluti hennar, sem ekki hafði gert sér grein fyrir framferði stórlaxanna, fengið óvænta innsýn í hvernig hennar bestu kvótamenn haga sér í raun og veru.

En hvernig skal standa á því að fjölmiðlungar skuli ítrekað draga þann kostulega leiðindastamp, Þorstein Pálsson, fram í dagljósið? Þorsteinn hefir ekkert fram að færa annað en últrahægrisinnað neikvæðnisnagg; og hann er líka einn af þeim skemmdarverkamönnum, sem tróðu allskyns nýfrjálshyggjuþvælu og ógeði út um allt samfélagið; ennfremur er Þorsteinn einhver argvítugasti merkisberi, áróðursseggur og búrtík kvótakerfisins. Það er því skiljanlegt að Þorsteinn sé í einhverskonar áfalli þegar kvótaþegarnir verða uppvísir um eitt og annað misjafnt, jafnvel ógeðslega glæpi.

Svo sýnist mér Þorsteinn tala um ,,áfallið Hrun" eins og hann eigi engan þátt í því ævintýri. Hið sanna er, að Þorsteinn þessi, er ein þeirra ógæfumanna, sem unnu hörðum höndum að því að koma á aðstæðum sem sköpuðu Hrunið; Þorsteinn er sem sé einn af foreldrum Hrunsins, rétt eins og hann er einn af foreldrum kvótakerfisins og nýfrjálshyggjubrjálæðisins á Íslandi; það er því ekki nema von að hægrisinnaðir rugludallar á fjölmiðlunum skuli draga þennan stagkálf auðvaldsins hvað eftir annað fram í dagsljósið eins og einhverskonar afturbatapíku úr gulli. Áfall þjóðarinnar er hvorki Hrunið eða Samherjamálið, heldur leppalúðarnir, sem sköpuðu Hrunið og Samherjanna með pólitískum tiltektum sínum.


mbl.is Alvarlegt áfall fyrir þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Jóhannes og takk fyrir þetta blogg. Mér varð einmitt hugsað til kvótakerfisins og plottið í kringum það, í kvöld eftir lestur á fréttum. Getur verið að Samherjamálið sé áfall fyrir fleiri en Sjálfstæðisflokkinn? Man eftir að hafa heyrt að skellt hafi verið hurðum af aðila í öðrum flokki sem var að reyna að skara eld að sinni köku þegar verið var að vinna í því að koma þessu kerfi á.

Er samt ekki vel kunnug þessu ferli.

Fólk talaði um þetta: á kaffistofum og í borðstofinni heima. En enginn hefur talað um þetta opinberlega.

Maður hefur á tilfinningunni að margir pólitiskir aðilar skili sér í framboð til að huga að eigin hagsmunum frekar en fólksins í landinu.

Og fólk kýs þetta yfir sig aftur og aftur. Gleypir kosningaloforðin trekk í trekk.

Hvað með eiturlyfjalaust Ísland árið 2000?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 17.11.2019 kl. 21:48

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er líklega heilmikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn, en fyrst og frems þó Sjálfstæðisflokksins. Þá er líklegt að Samherjamálið gangi dálítið nærri geðheilsu núverandi og fyrrverandi þingmanna fyrir norðan og austan. Nú, ég veit ekki betur en að VG, Miðflokkurinn og Viðreisn séu svæsnir kvótaflokkar og ugglaust er Samfylkingin þar skammt undan. Hinsvegar hefi ég ekki hugmynd um skoðannir Pírata og Flokks fólksins á kvótamálum, enda enda vita talsmenn þeirra flokka það ekki sjálfir, en taka þó ekki skell Samherja neitt nærri sér. 

Jóhannes Ragnarsson, 17.11.2019 kl. 22:23

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

það er því ekki nema von að hægrisinnaðir rugludallar á fjölmiðlunum skuli draga þennan stagkálf auðvaldsins hvað eftir annað fram í dagsljósið eins og einhverskonar afturbatapíku úr gulli. Ha ha ah góður tongue-out....

Níels A. Ársælsson., 25.11.2019 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband