Leita í fréttum mbl.is

Hér fyrrum var tóbaksţjófnađur höfuđglćpur

smoke2.jpgÍ ţá gömlu góđu daga, ţegar fár og hungur voru vort daglegt brauđ á Íslandi, sögđu ţeir sem sem af lifđu, ađ matarskortur og drepsóttir hefđu ekki veriđ ţađ versta í ţá daga. Ţađ langversta var tóbaksleysiđ og ţar á eftir brennivínsleysiđ. Ef menn höfđu nógan svartadauđa og tóbak til nefs og lungna var hćgt ađ lifa lengi án ţess ađ eiga í sođiđ. Og ef einhver gerđist svo ófyrirleitinn ađ brjótast inn og stela tóbaki frá náunga sínum var hann óđar handsamađur og leiddur til snörunnar; en snaran sú hékk oftast niđur úr sterku ţvertré, sem lagt var yfir ţröngan gilskorning, en stundum var snaran framan á bćjargafli eđa viđkunnanlegum kletti, gjarnan úti viđ sjó.

Tóbaksţjófurinn á Ísafirđi hefir áreiđanlega veriđ ađfram kominn af tóbaksleysi og vafalaust hefir hungriđ lengi sorfiđ ađ honum, ađ ekki sé misst á brennivínsleysiđ. Mađurinn er eflaust öreigi, sem auđvaldiđ og krataeđlisfantarnir hafa tekiđ sig saman um ađ svelta til hlýđni viđ borgaralegar siđvenjur. Hann hefir og veriđ mjög örvinglađur ţegar hann skreiđ inn um gluggann í krambúđinni Hamraborg, enda kom í ljós, ţá er hann var handtekinn, ađ hann mundi ekki lengur hvađ hann heitir; en hann var búinn ađ reykja upp úr ţremur vindlingspökkum ţegar ađ var komiđ og stífla báđar nasir međ fáheyrđum neftóbaksvađli og sat flötum beinum á búđargólfinu, lamađur af tóbaksnautn.

Hinsvegar fór lögreglan á Vestfjörđum illa ađ ráđi sínu er henni var faliđ ađ rannsaka innbrotiđ í Hamraborg, ţví hún stormađi út í Bolungarvík og leitađi ţar dauđaleit ađ höndluninni Hamraborg, en án árangurs. Ţetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ţar vestra stingur fingri í illilega rangan ţumal. Hvernig var ţađ nú ţegar lögregla og sýslumađur á Vestfjörđum handtóku sárameinlausa kvenpersónu, ađ órannsökuđu máli, fyrir ađ hafa nauđgađ og slasađ tvo vestfirska heiđursmenn? Ţađ fór eins og til var stofnađ, allt út um lćri og maga og heiđursmennirnir máttu sitja undir ţví ađ vera ađhlátursefni samborgara sinna í mörg ár á eftir. En frekar en ekki neitt handtók lögreglan drukkinn Bolvíking og hafđi hann međ sér inn á Ísafjörđ og kćrđu hann, alsaklausan manninn, fyrir innbrot, tóbaksţjófnađ og hórdóm.  


mbl.is Lögreglan leitar ađ tóbaksţjófi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband