Leita í fréttum mbl.is

Snati Djöfull Gúgúdóttir

fingur4.jpgÞetta líkar mér. Þá fyrst verður gaman að lifa þegar mannanöfn á Íslandi verða orðin ein allsherjar grængolandi fávitasamkoma og börn vera skírð hundsnöfnum og djöfla; þessu höfum vér lengi beðið eftir. Og þegar geggjaði pokapresturinn hefir ausið barnungann vatni og skírt hann Snata Djöful Lúsífer, bjóða foreldrarnir nærstöddum upp á sterkt alkóhólískt brugg frá vefversluninni Kúkurogkaníll og landa frá ölgerðinni Axlar-Birni ehf. Það er margt gott í farvatninu hjá Hæmdallsæskunni í Sjálfstæðisflokknum og bráðum ætla þeir þar í flokk að stofna sér einhverskonar nasíperrafélag um fullveldi eða fyllikallaveldi.

Það gefur augaleið að eitthvað stendur til þegar ráðherranefnur Flokksins fara fram með mannanafna- og sprúttfrelsi. Soleiðis tilfæringar vita á svæsið hneykslismál innan Flokksins, svo stórbrotið að Flokkurinn muni riða til falls og falla í eina rjúkandi rúst, ef ekkert verður að gert. Þegar svo er komið er ágætt vera búið að henda út fáránlegum vitleysismálum í örvæntingarfullri von um að rykið sem það þyrlar upp fylli glyrnur kjósendanna og blindi þá svo að þeir viti ekki sitt rjúkandi ráð.

Sennilegt er, að einhverjir hroðalegir glæpir séu rétt við að sannast á Flokkinn og að bráðlega muni Helgi Seljan standa hróðugur höfuðsvörðum hans. Í þeirri voðalegu stöðu er ekki ónýtt að hafa spræka krakkadela úr Heimdalli til að drepa málum á dreif og rugla umræðuna um glæpaverk Flokksins þannig að glæpirnir renni ljúflega niðrum kokið ákjósendaskjátunum. 


mbl.is Reglur um mannanöfn rýmkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er langskynsamlegast að leyfa bara sem fæst nöfn, og helst bara gamalreynd og þjóðleg nöfn. Í rauninni þurfum við ekki fleiri nöfn en svo að það verði ekki öllum ruglað saman. Eitt nafn er of lítið, því þá heita allir það sama og verður sífellt ruglað saman, og það er óhagkvæmt fyrir samfélagið. Þúsund nöfn eru óþarflega mikið og þá fara líka að slæðast með allskonar ónefni. Myndi halda að svona kannski 50 til 100 nöfn væru nóg. Legg til að skipuð verði nefnd um þetta. Hún gæti heitið Nafnafjöldanefnd.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2019 kl. 21:36

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta er flókið vandamál.

Jóhannes Ragnarsson, 29.11.2019 kl. 21:51

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, og hentugt fyrir flokkinn. Nafnið Seljan verður til dæmis bannað, enda með eindæmum asnalegt nafn og engir nema Allaballar sem heita þannig lagað.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2019 kl. 00:21

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú segir nokkuð Þorsteinn. Þá myndi líka verða að banna ,,Seljahverfið" í Breiðholti, ásamt öllum Seljavöllum og Selhólum.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2019 kl. 19:42

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Selja þetta allt, og Helga með!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2019 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband