Leita í fréttum mbl.is

Franska aðferðin við lækningu geðbilaðra

launmorðÍ Frans láta yfirvöld hryðjuverkarannsakendur skoða geðbilaða menn og vitfirringa, það þykir oss sumum harðla sérkennileg aðferð við sjúklinga. Að vísu geta brjálaðir menn verið hættulegir, satt er það, og ekki síður brjálaðar konur. Hvernig var ekki með kerlinguna í frystihúsinu?, hún varð fyrir andlegri uppljómun á miðjum vinnudegi og fór að sveifla hausingasveðju yfir höfði sér og orgaði: Guð er kærleikur! Það var nú ekki verið að sækja sérfræðinga í hryðjuverkum til að athuga þá konu. Ónei. Þeir létu sér nægja að hringja í Gottfreð lækni og hann kom á hlaupum niður í frystihús og stakk sprautunni, fullri að kröftugu gumsi, beint í rassinn á henni og hætti ekki að dæla fyrr en kerlingin var orðin stjörf og fór að halda ræða um fóðrun katta.

Ekki vitum við gjörla hvurnig hryðjuverkafræðingar lækna sjúka, svo sem eins og konur með niðurfallssýki, tunglsjúka menn og aðra þá er haldnir eru illum öndum. Hér á Íslandi fóru menn að þessum hlutum með því að reisa vitfirringahæli yfir sona fólk og reyna að lækna það, ef þess væri nokkur kostur. Illa trúum vér því, að Fransmenn, svo mikil menningarþjóð sem þeir eru, stundi ekki geðlækningar heldur sigi byssumönnum á þá sem brjálast. 

Vér munum enn eftir geggjaða manninum, sem var bróðir Ólafs bónda sem féll fyrir björg. Sá brjálæðingur hljóp um sveitir, eins og hundur vitstola af lóðaríi, og vóð undir pils kvenna rétt eins og hann ætti eitthvurt aðkallandi erindi þar um slóðir. Þetta endaði með því að ein húsfreyjan, sem var orðin leið á ástleitni mannsins og öfuguggahætti, notaði frönsku aðferðina á kauða og skaut hann þegar hann skeiðaði yfir hlaðið heima hjá henni. Þessi kona þókti afburða skytta og skaut dólginn út um eldhúsgluggann. Það má svo sem til sanns vegar færa, að mannauminginn, þessi ólmi bróðir Ólafs bónda, hafi læknast fullkomlega við sendinguna frá húsfreyjunni; en því miður gekk mannskrattinn aftur og lét illa og olli búsifjum í sveitinni, en það er annar handleggur.   


mbl.is Hrópaði „Guð er máttugastur“ og réðst að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband