Leita í fréttum mbl.is

Afkomandi Njáls bónda spáir fram í tímann að hætti forföður síns

davi_2_1244720.jpgElliði Vignisson bæjarstjóri er maður spakvitur og framsýnn; minnir hann mjök á Njál Þorgeirsson frá Berþórshváli, enda er Njáll bóndi afi Elliða að langfeðgatali. Þegar Elliði spáir að Sigmundur Davíð verði ráðherra í næstu ríkisstjórn má ganga að því sem vísu að það rætist. Nógu vitlausir eru kjósendur þegar að kjörborðinu kemur, til að veita Bjarnaben og Sigmundi yfirburðakosningu og saman eru þeir vísir til alls.

En þegar fjallað er um væntanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs er ekki þar með sagt að sá ráðherradómur verði staðsettur á Íslandi. Mun líklegra er að Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn Panama og heimilisfesti hans á Tortólu en að hann verði endurreistur sem ráðherra á Íslandi. En þó er aldrei að vita hvað Stór-Samherjinn Stenngrímur lætur gluggaskrautin sín gera eftir næstu kosningar. Og vel má vera að karlinn mixi saman þjófótta svikastjórn með Bjarnaben og Sigmundi, því lotugræðgi Stenngríms ríður ekki við einteyming ef hann sér einhvern möguleik á að komast í auðvaldsfóðrið.

En fyrst minnst hefir verið á ættfræði og langfeðgatal Elliða er ekki út vegi að nefna, að Njálufræðingar eru á einu máli um það, að hann Sigmundur okkar Davíð sé afkomandi Skammkels þess er Gunnar að Hlíðarenda vó með atgeiri sínum á bakka Rangár. Það er því aungin furða eða tilviljun, að svo vel ættaðir nútímakappar og þeir Elliði og Sigmundur leggi áherslu á að þeir séu sjálfstæðir menn og mikilmenni.   


mbl.is Telur að Sigmundur Davíð verði í næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband