Leita í fréttum mbl.is

Málefni kúnna kalla á tafarlausa upptöku laga um meðferð dýra

kyr1.jpgÞokkapiltur þessi Arnar og skilur kýrnar efir munaðarlausar, ráðalausar og hræddar. Ef sona óttaleg framkoma varðar ekki við dýraverndarlög, einkum 111. grein, sem fjallar um illa meðferð á dýrum, þá verður að taka umrædd lög upp í heild sinni og breyta þeim til hagsbóta fyrir kýr og ær. Katrín okkar hérna forsætisráðherra gæti skipað slembivaldan starfshóp til að semja frumvarp; verst við þá hugmynd er hinsvegar að það mundi aldrei koma neitt frá þeim starfshópi og málið mundi gleymast á örfáum misserum og eftir stæði einungis gríðarhár launakostnaður í þágu starfsnefndarmanna.

En það er í tísku núna hjá tregum og ráðalausum þingmönnum og ráðherrum að leysa mál með því að skipa starfshóp. Með því að segja almenningi að búið sé að skipa nefnd, eða til standi að mynda starfshóp, stinga stjórnmálaskörungar nútímans ósköp laglega upp í óuppdreginn lýðinn, ljótan og heimskan, sem óðar gleymir bæði nefndinni og tilefni nefndarskipunarinnar. Já, það er margt ópíumið fyrir fólkið og aungvir þefvísari á slík efni en stjórnmálafólkið. Þannig að öllu framansögðu eiga kýrnar sér aungrar uppreistar von eftir að þokkapilturinn Arnar hljópst á brott og yfirgaf þær.

Já, Katrín okkar forsætisráðherra er í ætt við kaupakonuna hans Gísla í Gröf, en það kvendi hugsaði bara um að rúnta í jeppum bændanna í sveitinni og fór aftur til höfuðborgarinnar án þess nokkurn tíma að kynnast kúnum; það eina sem kaupakonan þóktist viss um var að það væri áreiðanlega vond lykt af þeim, að öðru leyti vissi hún aldrei hvað belja var, þekkti ekki einusinni þá voluðu skepnu á mynd, hvað þá úti í haga. Þegar Katrín var spurð hvað hún hyggist gjöra í málefnum kúnna rak hún upp undrunarsvip og spurði á móti hvað þetta ,,kúnna" þýddi, hvort þetta væri eitthvert ekkisins búðamál og verslunar, en henni hafði einhvern tíma heyrst að viðskiptavinir kauphéðna væru nefndir ,,kúnnar."  


mbl.is Arnar hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband