Leita í fréttum mbl.is

Manni gengur í steinsteypt bjarg

walt1.jpgÞá er komið upp úr dúrnum að Manni á heima í stöplinum undir eirlíkneskjunni af honum Jóni sáluga Sigurðssyni frá Hrafnseyri. Það er svo sem allt í lagi, allavega fyrir mína parta, svo fremi að rúmt sé um Manna þarna inni. Í eina tíð var heilmikil trú á Íslandi að huldufólk og álfar ættu heima í klettaborgum og stökum stórum steinum á víðavangi. Og stundum kom fyrir, að krakkar, og í einstaka tilfelli fullorðnir, álpuðust inn í slík björg þá þau stóðu opin. Sumir komust út aftur við illan leik að nokkrum dögum liðnum, en aðrir skiluðu sér aldrei aftur og var mál manna að huldufólkið hefði hneppt þá í ánauð inni í steininum og etið hann að lokum, því huldufólki þykir mannasoðning afar ljúffeng.

Nú er öldin önnur, því nútímahulduálfum nægir ekki að lokka mennska menn inn í grjótkletta, heldur troða þeir þeim, í þessu tilfelli Manna, inn í steinsteyptan klump undir iljum Eir-Jóns forseta á Austurvelli. Hvort Manni á afturkvæmt úr steypudrjólanum verður framtíðin að leiða í ljós, en útlitið er dökkt og dökknar enn meir við hvern dag sem líður. Ekkert bendir til að ljós og hiti séu til staðar innan í stöplinum enda liggja aungvar rafurleiðslur eða hitiveitustokkar að Eir-Jóni. Um há-vetur er hætt við að sá sem þar býr frjósi einfaldlega í hel í næsta frosti, nema forslegi verði hellt ofaní hann.

Vissulega hefði verið betra fyrir Manna að vera sendur í sveit, - til dæmis til Ólafs bónda, sem er akkúrat sonarsonur Ólafs heitins bónda, þess hins sama og Snati hrinti fyrir björg. Ólafur bóndi hinn yngri, býr við góðan kost á erfðajörð sinni við hundarð ær, tvær kýr og fjóra hesta, konan heitir Guðsteina og hundurinn Snati er þar enn við lýði, afgamall en sérlega ern og tönnur hans jafn beittar og fyrir hálfri öld. Ólafur bóndi mundi náttúrlega búa um Manna í hrútakofanum hjá Snata, en hrútakofinn er ekki hrútakofi lengur heldur hundakofi. Og embætti Manna, fyrst í stað, verður, í hvaða veðri sem er, að bera vatn í skjólu úr læknum í fjárhúsin og fjósið til drykkjar fyrir ær og kýr. Það mun styrkja hann.


mbl.is „Maní á heima hér!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Undarlegur andskoti að stjórnvöld skuli ekki beygja sig og bukta fyrir þessum ´´þúsundum´´ manna og kvenna á Austurvelli, sem greinilega er ekkert heilagt og garga á torgum, svívirða sameiningartákn og krota á hvað sem er, eins og algerir hálfvitar.  

 Anarkistar andskotans og sennilega fæstir í vinnu, miðað við tímann sem fer í niðurrif af þeirra hálfu og hálfvitahátt á ýmsum nótum. Í stað þess að bola Manna í styttustöpulinn væri ef til vill ekki úr vegi að einhver þessara mannvitsbrekka byði honum heim til sín til langframa, ásamt foreldrum hans/hennar á eigin kostnað. Svona nokkurskonar ´´adopt a victim´´ plan á þeirra eigin kostnað og forsendum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.2.2020 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband