Leita í fréttum mbl.is

Hann glæptist til að gefa þau saman, en bannfærði þau nokkrum dögum síðar

sera1.jpgAsskotans uppátæki er það í fólkinu að láta gefa sig saman til hjóna í bókasafni. Hvað verður næst? Skírn í Sorpu eða útför? Ferming í sláturhúsi SS? Fólk er orðið so déskoti galið nú til daga, að aungin leið að að geta sér til um hvað verður næst upp í á teningnum. Þetta giftu frú Ingveldur og Kolbeinn sig í kirkju og sá er framkvæmdi giftingu þeirra var heiðvirður, vígður guðfræðingur og síðar hér um bil erkibysskubb. En það er annar handleggur. En ... jú, það varð víst að vígja guðshúsið upp á nýtt eftir giftingu frú Ingveldar og Kolbeins þar eð á þau sannaðist að hafa verið undir áhrifum áfengis og eiturlyfja við athöfnina og Kolbeinn auk þess sannur að sök, að hafa tekið framhjá frú Ingveldi nóttina áður með ekki geðugra fyrirbæri en Indriða Handreði, þeim sauruga skálki.

Það var síra Baldvin sem glæpist á að gefa þau þokkahjón, frú Ingveldi og Kolbein Kolbeinsson, saman fyrir fullu musteri af fólki. Þarf ekki að orðlengja það, að síra Baldvin hefir aldrei fyrirgefið þeim hjónum að hafa leikið á sig, því hann hefði aldrei framkvæmt hjónavígslu á fólki sem var bæði fullt og dópað og nýbúið að leyfa sér óguðlegan saurlifnað af verra taginu. Enda beið síra Baldvin ekki boðanna og bannfærði frú Ingveldi og Kolbein formlega og lagalega við næstu guðsþjónustu fyrir framan múg manns. En þeim hjónum stóð öldungis á sama um bannfæringar síra Baldvins þar eð þau heyrðu ekki hans söfnuði til.

Í annað sinn bað síra Baldvin, beint af prédíkunarstólnum, Djöfulinn sjálfann að hirða frú Ingveldi og fjandann hann Kolbein, því hans herradómur hafði fengið fréttir að sunnan þess efnis að nefnd hjón ættu það til að efna til stóðlífis heima hjá sér og virtu guðdóminn og Frelsarann ekki viðlits í athöfnum sínum andstyggilegum. Að vísu var eitt og annað satt og rétt í þeim fréttum sem hinum mikla postulón almættisins, síra Baldvini, höfðu borist með trúræknum mönnum og réttlátum að sunnan. En nú hefir síra Baldvin gjört ráðstafanir sem duga til að frú Ingveldur og Kolbeinn fari samstundis til Helvítis eftir andlátið. Hvað um brúðhjónin í bókasafninu verður veit nú aunginn og vandi er um slíkt að spá, en eitt er víst að alltaf verður ógurlega gaman þeim hjá, á ská.



mbl.is Giftu sig á Bókasafni Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband