Leita í fréttum mbl.is

Sárgrćtilegur andskoti fyrir ţrautţjálfađa afreksmenn

hlaupaŢá eru ţeir búnir ađ slá olympísku leikana af. Ţađ fór í verra, ţví olympísku leikarnir eru fyrir afreksfólk, ţ.e. heljarmenni sem ekki drepast svo glatt úr flensuskratta eins og ţessu kórónukóvídi, eđa hvađ ţađ heitir. Ţá er ekki heldur veriđ ađ taka tillit til ţeirrar óumrćđilegu sorgar ţeirra sem hafa ćft íţróttir sínar hörđum höndum í allt ađ áratug, eđa jafnvel áratugi. Nú eru allar ţćr ćfingar til einskis, farnar í súginn. Eftir situr, til dćmis, Jón Íţróttamađur međ sárt enniđ og fćr aungvann botn í tilrćđi Japana viđ hina olimpísku leika.

Sem oftar hefir Jón Íţróttamađur lagt nótt viđ dag, árum saman, í ţrotlausar ćfingar til ađ fá ađ taka ţátt í olimpísku leikunum, ţrátt fyrir blákalt bann allra íţróttasambanda viđ ţví ađ hann fái ađ keppa á opinberum íţróttaviđburđum. Ađ vísu tókst honum ađ smygla sér inn á olimpísku leikana í Mexícó áriđ 1968 undir dulnefni; hann kallađi sig Jan van Ithretti og kvađst vera frá Belgíu. Ţetta gekk ljómandi vel hjá Jón ţar til kom ađ keppninni sjálfri, en ţá gerđust einkennilegir hlutir, sem aldrei hefir fengist skýring á.

Fyrsta keppnisgrein Jón Íţróttamans ţarna í Mexícó 68 var langstökk og vakti hann gríđarlega athygli fyrir stórbrotinn árangur, sem fólst í ţví ađ hann náđi aldrei ađ hitta sandgryfjuna í neinu stökki; ef hann ekki rak tánna í plankann og flaug á hausinn ţá hafnađi hann einhversstađar handan viđ annan hvorn bakka gryfjunnar og í einu stökkinu var aungvu líkar en hann svifi eins og einglill yfir alla gryfjuna og kastađist síđan langar leiđir eftir ađ hann lenti. Ţarna var ótvírćtt um stórkostlegt heimsmet ađ rćđa, en ţví miđur var stökkiđ dćmt ógilt eins og öll önnur stökk hans á ţessum leikum. Í fimmţúsund metra hlaupinu gjörđust ţau tíđendi helst, ađ Jón Íţróttamađur tók ţegar í stađ forustu međ upphafsspretti, sem átti aungvann sinn líkan í allri samanlagđri ţiţróttasögu heimsins. Ţađ blátt áfram glampađi sigurgleđin og krafturinn af okkar manni, slíkir voru yfirburđirnir. En svo tóku menn allt í einu eftir ţví ađ Jón Íţróttamađur var búinn ađ skipta um hlaupastefnu og rann nú á harđaspretti móti straumnum, á móti hinum keppendunum. Og ţegar hinir réttskreiđu komu í mark eftir ađ hafa skokkađ ţessa fimm kílómétra var Jón Íţróttamađur enn á fullum dampi og lét ekki af hlaupum sínum fyrr enn síđla um kveldiđ, en ţá var hann líka búinn ađ hlaupa fleiri kílómetra en tölu varđ á komiđ.


mbl.is Ólympíuleikunum frestađ til nćsta árs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband