Leita í fréttum mbl.is

Grindvíkingar illa sviknir, bćđi af jarđskjáftadeildinni og spákonunni í hraungjótunni

gosOg enn mega Grindjánar bíđa eftir eldgosinu, sem búiđ er ađ lofa ţeim síđan um áramót, ef ekki lengur. Auđvitađ hefir reynt á ţolinmćđi fólksins ţar suđurfrá og margir telja sig illa svikna. Upp á síđkastiđ hefir og ţyngst áróđur međal Grindjána um ađ stofna samtök gegn jarđskjálftadeildinni á Veđurstofu Íslands, en helvísk Kóvíd nítján veiran hefir heldur sett strik í ţann reikning. Umrćddum samtökum, verđi ţau ađ veruleika (,,raungerist" eins og stjórnmálaeđjótin taunglast á nú til dags, - ţađ er nú meir andskotans raungerđin ţađ), er ćtlađ ađ viđa ađ sér vopnum og verjum, steđja síđan inn í Reykjavík og gera út af viđ jarđskjálftadeildina í einu snöggu áhlaupi.

Í Grindavík býr ein afgömul og margfróđ völva, spádómsfróđ svo af ber og náskyld ömmu frú Ingveldar. Kerling ţessi, sem aunginn mađur á Reykjanesskaga veit hve gömul er, hefir fyrir margt löngu helgađ sér hraungjótu í útnorđur frá Grindavík og ţar gengur hún til funda viđ yfirnáttúrleg öfl, jafnvel púkastóđ úr varđsveit Erki-Djöfulsins í Helvíti. Allir Grindjánar eru skíthrćddir viđ gömlu konuna og dćmi eru um margfrćga aflaskipstjóra og sjóhunda, sem hafa glúpnađ frammi fyrir ţeirri gömlu og pissađ í sig af skelfingu.

Ekki hefur svo sem stađiđ á kérlíngu ađ spá fyrir um stórsprengingar undir Ţorbirni, eldspýting yfir Grindavíkurţorp og gereyđingu ţess ásamt tilheyrandi hörumungum fyrir blessađ mannfólkiđ. Fyrr í vetur kvađ svo rammt ađ spádómum hennar og bölbćnum, ađ bćjarstjórnin í Grindjánavík sá sig tilneydda ađ leita á náđir frú Ingveldar til ađ fá hana til ađ reyna ţagga niđur í frćnkunni áđur en henni tćkist ađ sturla alla íbúa verstöđvarinnar. Reyndar fer heldur litlum sögum af árangri frú Ingveldar viđ ađ temja kellíngarnörđuna. Og Grindjánar eru illa sviknir á alla lund; ekkert gos ennţá, ekkert fjör, bara slítandi hjartveiki út af spádómum völvunnar.  


mbl.is Jarđskjálfti viđ Grindavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband