Leita í fréttum mbl.is

Hatursmenn bókmennta og annarra lista

kolb6Eins og við manninn mælt rísa sálsjúkustu fulltrúar heimskunnar, illgirninnar og afdalamennskunnar upp á afturlappirnar um leið og þeir heyra eða sjá listamenn nefnda og ausa öllum þeim hroða upp úr nægtabrunnum heimsku sinnar og fúlmennsku sem þeir hafa yfir að ráða. Nú hefir einn úr blautbarnadeild stjórnmálanna sett fram hugmynd um að þjóðin eigi að gera betur í úthlutun listamannalauna og vitanlega mæta miðaldaafturgöngurnar á stundinni og hefjast handa við grýta listamenn með öllum tiltækum skít og viðbjóði sem þeir þykjast hafa efni á að kasta í menn og málefni. Og auðvitað fær pilturinn af blautbarnadeildinni vænar gusur af svívirðingum.

Eitt er það sem hatursmenn bókmennta og lista á Íslandi eiga sameiginlegt, en það er vera talsvert hægrisinnaðir, að því er virðist frá náttúrunnar hendi. Foringjar og talsmenn helstu hægriflokkanna þora skjaldan að taka opinberlega undir með listamannahöturunum, en þeir standast samt ekki þá freistingu að styðja við bakið á þeim að tjaldabaki. Hægri menn á Íslandi hafa nefnilega aldrei verið sammála Þorsteini Erlingssyni skáldi er hann orkti um Sigurbreiðfjörð, sem um sína daga var ein vinsælastur maður á Íslandi: ,,og ef að við fellum þig aftur úr hor í annað sinn grætur þig þjóðin." Hægrimenn afa um aldir haft nautn af að fella skáld sín og listamenn úr hor.

Í huga hægrimanna, einkum þeirra fáfróðustu og heimskustu, eru listamenn þurfalingar sem eiga að fá sér ,,venjulega" eða ,,heiðarlega" vinnu. Í þessu mannfjandsamlega viðhorfi kemur fram menningarstig stórbænda og embættismanna fyrr á öldum í allri sinni dýrð. Hatur hægrimanna á listamönnum skýrist annars vegar grunnhyggni og heimsku þeirra, en hins vegar á hræðslu þeirra við listamenn, enda eru það listamennirnir sem mest og best hafa komið við kaunin á lénsherrum, sægreifum fyrr og nú, auðsöfnurum og yfirgangsfullum kapítalistum.   


mbl.is Leggur til tíföld listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband