Leita í fréttum mbl.is

Bleyðimennska þeirra og undansláttur ríður ekki við einteyming

aunoktl.jpgEkki hebbði maður haldið að sægreifar okkar, svona fjársterkir og þurftafrekir, væru ekki jafn blauðir og raun ber vitni, að falla frá því að mergsjúga ríkið við eins upplagt tækifæri og nú. Og þeirra bera kóvíð nítján veiruna fyrir sig og segja hana ástæðu bleyðimennsku sinnar. Það er rétt svo, að slíkir greifar séu á vetur setjandi, því freistandi er taka allar veiðiheimildir af þessum gauðum og færa þær öðrum og hugrakkari auðvalds- og kvótabesefum, helst til eignar.

Í upphafi leit allt svo vel út. Greifarnir, sona déskoti flottir í sparifötunum, búnir að setja fram kröfur um milljarðabætur fyrir eitthvað sem þeir áttu ekki og hafa aldregi átt og heimskur lýðurinn farinn að skjálfa og skíta í sig af hræðslu, þá brestu þeim þor og máttur. Til að bjarga því sem bjargað verður úr þessu, ætti Bjarniben, stofustáss og gluggaskraut sægreifanna, að taka sig til og greiða veslings fólkinu, sem féll frá kröfum sínum, andvirði krafna þeirra og meira til.

Og þó. Sennilega væri langskynsamlegast að leysa alla sægreifa Íslands undan þeirri, þeim óviðráðanlegu kvöð, að eiga fiskinn í sjónum í kvótaformi; þeir eru búnir að vera, garmarnir þeir örnu, kannski sem betur fer, því ekki viljum við lítilmenni sem kvótagreifa. Eina heilbrigða ráðið varðandi blauða og taugabilaða sægreifa, er að ríkið taki alla útgerð í landinu að sér, með öðrum orðum, þjóðnýti allt heila klabbið, en sendi flugvél með greifana suður á Tortólu og Seyshelleyjar og skilji þá þar eftir. Ef menn, sem gera milljarðakröfur til ríkissjóðs geta ekki sinusinni staðið við stóru orðin og fylgt kröfum sínum eftir uns milljarðarnir eru komnir í hús, þá er best að koma þeim fyrir til frambúðar á ruslahaugum sögunnar.


mbl.is Fimm útgerðarfélög falla frá skaðabótakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að halda uppi þessum nasista skrílshøtti, á þessum tíma ... má vitna við að vera vangefinn.

Örn Einar Hansen, 15.4.2020 kl. 20:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var nokkuð annað í stöðunni eftir að fjármálaráðherra boðaði afnám skaðabótaskyldu ríkisins?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband