Leita í fréttum mbl.is

Afmílubragur um aldraða frauku

old_1241490.jpgNíræð er hún orðin
auminginn svorni,
átti hún í brasi
við bölvaða drjóla.
Hátt fljúga fuglar,
fámálir draugar.
En jagari með skotprik
á jörðu bíður.


Kúldrast sú níræða,
nábleik af kulda,
í kofahrói,
kalin á nýra.
Lotin af snobbi
snýst hún í hringi,
að henni skopast
skepnur og menn.

Baular nú Búkolla
blásvört í fjósi,
en búrtíkur geyja
og gráðugar smjatta.
Breimar af kæti
borgarastéttin
og bleytir smjörið
upp úr bleytu aungri.

Upp á tíræðisaldurinn
tiplar sú gamla;
tindfætt að vanda
í tólffeta bullum.
Rixar og ropar
rjóma einglærum,
en bókarkápan bleika
blaðsíður felur
auðar og óræðar. 

Og konur ungar sungu
þar til bretur kom í tungu
og lungun í þeim sprungu,
þá hló sú gamla dátt.


mbl.is Sungu fyrir Vigdísi á afmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband