Leita í fréttum mbl.is

Þá er farið að falla á menn og síðan hefst dansinn á grafarbakkanum

kyr1.jpgSvona fer þetta; menn verða aldurhnignir og börnin þeirra fara sjálf að eignast börn, jafnvel þótt þau séu ekki orðin mannbær. Þegar fer að falla á menn og konur, eins og Klaustursystkinin orðuðu það svo þægilega, þá þýðir það nákvæmlega, að farið sé að slá í viðkomandi, hann farin að úldna, sé orðinn skemmdur, jafnvel eitraður. Þegar svo er komið er skynsamlegast fyrir þann sem farið er að falla á, að láta sig hverfa, ekki kannski fyrir fullt og allt, heldur halda sig heima, helst inni í fataskáp til að minnka líkurnar á að nokkur sjái mann og verði misboðið af leiða slíkt hrörlegt gamalt kvikindi augum.

Vér gamalmennin erum sannlega hvimleiður þjóðflokkur, svo verða menn langafar og þá kárnar gamanið til muna, því það gefur til kynna að nú sé maður farinn að dansa á grafarbakkanum, en þeim dansi lýkur á einn veg: dansarinn steypist á hausinn ofan í gröfina og viðstaddir flýta sér að grípa skóflurnar og moka yfir endemið áður en því tekst að skríða aftur upp úr af sjálfsdáðum.

Eitt sinn komst vitur maður að því að barneignir væri heimsfaraldur og gegn þeirri plágu væri aðeins eitt meðal: að fólk hætti með öllu að gera dodo og gjörði skírlífi að sínu lífstakmarki. Og áður en varði, ef allt gengi að óskum, væri mannskepnan úr sögunni á einum mannsaldri með öllu sínu tildri og fólsku. Sennilega mundi sauðfénu og nautgripunum á Íslandi bregða við, ef manndýrið væri úr sögunni; eitthvað af rolluskjátunum mundi sennilega hjara af í einn eða tvo vetur, kýrnar ættu erfitt og trúlega sálgast allar sem ein í fyrsta hreti.  


mbl.is Æðislegt að verða afi í heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband