Leita í fréttum mbl.is

Verðugt verkefni fyrir aktívista, ef þeir eru þá aktívistar

Capitalist_pig-690x580Það er dálaglegur andskoti að réttarkerfið á Íslandi sé svo rotið og gjörspillt, að það hiki ekki við að dæma gráðugum paurum marga milljarða úr ríkissjóði fyrir ekki neitt. Að vísu slógu paurarnir nokkuð af, ,,vegna kóvíðveirunnar", en það er afsökunin, og segjast vera hættir við að sækja sína milljarða til ríkisins, en þó ekki allir. Úti í Eyjum eru tvö útgerðargreni, sem ekki hafa gefið sína milljarða fyrir ekkert upp á bátinn. Þetta eru kræfir karlar, sem kunna að geðjast sínum hlægjandi kérlíngum, og er nákvæmlega alveg sama um mannskæðar farsóttir, og yfirleitt allt, nema að fóðra eigin græðgi.

Þegar ég var að velta þessum milljörðum fyrir ekkert og gráðugu paurunum fyrir mér mundi ég allt í einu eftir fólki sem grobbar sig mjög af að vera aktívistar og gengur stundum um með svarta poka á hausnum með örlitlum götum á til að sjá út um. Og af því þetta eru aktívistar og nýmóðins fólk, þá vefst ekki fyrir þeim að stofna stjórnmálaflokka með gjörsamlega óljósum markmiðum. Píratar heitir einn þessara flokka. Síðar kom upp á, að aktívistum þókti ekki nóg að gert og hófust handa við að setja saman og semja Sosialistaflokk Gunnars Smára. Allt er þetta gott og blessað svo langt sem það nær, en það nær bara ekki neitt. Á Alþingi birtist aktívismi Píratanna í því að rífast á hlandaulalegan hátt við heiðursmenn á borð við Stenngrímm Johoð og Brynjar Níelsson, að ógleymdum Ása á aksturspéníngunum.

paunkNú er komið verðugt tilefni fyrir aktívistana, píratíska eða solialiska, að fá útrás fyrir sitt heilbrigða og heiðarlega aktívistaeðli með því að heimsækja Vestmannaeyjar og flæma hina gráðugu varga, sem ætla sér stórfé úr ríkissjóði fyrir ekki neitt, út úr grenjum sínum og láta þá biðja þjóð sína fyrirgefningar, grátandi á knjánum, á allri hinni djöfullegu græðgi, sem þeir hafa leyft sér og lofa bót og betrun og aldrei gera tilraun aftur til að sjúga út úr ríkissjóði, sem er fjársjóður almennings, fjármuni sem þeir eiga ekkert í. Slíkur aktívismi er kallaður grenjavinnsla. Ef aktívistarnir verða ekki við þessari litlu og sjálfsögðu bón minni, þá eru þeir akkúrat aungvir aktívistar, heldur einungis grobbin lítilmenni og veraldaraumingjar með hlandbragði. Sýnið nú svo um munar, þið aktívistar, að þið eruð hugrakkar hugsjónahetjur en ekki illa þefjandi kúkalabbar, sem mig grunar þó innst inni að þið séuð.


mbl.is Segir að ummælin hafi verið oftúlkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband