Leita í fréttum mbl.is

Vissulega var allt mikiđ betra í gamla daga

Fullur jólasveinnÍ ţá daga er áfengissala og neysla var ósköp frjáls og fyllikunturnar réđu sér ekki fyrir frelsi, ţá vóru knćpur á ţessa, sem kennd er viđ Gvendben, skallađar svínastíur. Og ţví eru svín kölluđ til sögunnar viđ ţessa nafngift á krám, ađ Íslendingum bauđ meira viđ ţeim skepnum en öđrum dýrum, trúlega vegna ţess, ađ tilsýndar eru svín furđulík berrössuđum mönnum, já og konum, á litinn. Í svínastíunum gömlu var stunduđ ekki síđri menningarstarfsemi en á knćpum nýja tímans, menn drukku sig frá ráđi og rćnu, fóru ađ svo búnu heim til sín og börđu konuna og krakkana vel og vandlega. Ţađ kölluđu menn ţá, ,,ađ skerpa ástina", og ţókti til fyrirmyndar.

En svo vóru ţeir sem aldrei komust heim af kránni, eins og svínastíurnar voru stundum kallađar, en voru dregnir inn í húsasund, ţegar ţeir voru á leiđ til eiginkonu og barna, og myrtir eins og rottur viđ hliđina á sorptunnum. Einnig vóru kvenvargar alkunnir í svínastíunum, ţá eins og nú. Ţetta voru um margt afrenndar kerlíngar, sem létu karladjöflana ekki komast upp međ neitt múđur. Ef einhver vildi fara međ klćrnar undir pils ţeirra og ţreifa ţar fyrir sér, urđu ţeir ađ borga fyrir skemmtunina, elligar var kérlíngarfóliđ víst međ ađ rífa í handlegginn á kavalérnum og snúa hann úr axlarliđ. Líka ţekktist ađ unglingspútur legđu leiđ sína í svínastíurnar og ţókti ekki efnilegt. Slíkar fjandans pútur áttu til ađ haga sér undarlega og sumar brúkuđu kjaft og pissuđu fyrir allra augum á gólfiđ í svínastíunni.

Í svínastíum nútímans í miđbć Reykjavíkur hefir gestum síđur en svo fariđ fram frá árinu 1900. Í stađ merkilegra skálda, sem oft sáust á vertshúsum á nítjándu öld og fram ađ brennivínsbanni á Íslandi, eru komin vandrćđaskáld, rýr ađ viti eftir fáránlegt eiturát í bland viđ áfengisnautn. Og í stađ gömlu góđu skútukarlanna, sem lögđu hýruna sína í svínastíulífiđ í landi, eru komnir ónytjungar, sem segja kjósa Pírata og sparka í hunda og ketti sem verđa á vegi ţeirra. Og ţessar glćsilegu meyjar nítjándu aldarinnar, sem prýddu samkvćmin í svínastíunum međ nćrveru sinni eru fyrir langalöngu gufađar upp í hymininn. Í stađ ţeirra grénja nú ofdekrađar tuđrur upp í leđurhlustir menningarlausra og siđblindra afturúrsiglara í skítugum nćrbuxum. Ţađ var allt betra í gamala daga. 


mbl.is Ólíklegt ađ Gummi Ben bar opni aftur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband