Leita í fréttum mbl.is

Er oss ný frelsari fæddur, Gúndi Framkenstein af húsi og kynþætti Mammóns?

jes.jpgÞeir eru víst algerlega sannfærðir um, stuðningsmennirnir, að Gúndi sé af guðlegu bergi brotinn á sama hátt og Frelsarinn. Þeir telja og, að Gúndi standi þeim Múhámeði og Búdda karlinum, mun framar hvað varðar guðlegt innræti og náin skyldleik við Drottinn Allsherjar. Nú bíðum við hinir eftir því að Gúndi bregði á leik og fremji kraftaverk út um allar þorpagrundir. En fyrst verða þeir að færa þennan nýjésú sinn í morauðan kufl, samskonar og Frelsarinn er oft í á gömlum málverkum, og láta sandala á bera fætur hans.

Það verður notalegt að fylgjast með Gúnda þegar hann heimsækir, í kraftaverkatilgangi, gleðimenn strætisins á Austurvelli einhvern góðviðrisdaginn, og breytir fyrir þá vatni í rótáfengt vín, og sjái svo um að gleðimennirnir þynnist ekki upp þann daginn. Að svo búnu verður að leiða Gúnda upp á sjúkrahús og athuga hvort hann getur ekki læknað einhverja sem það liggja. Og í líkgeymslunni mundi hann svo vekja fáeina upp á dauðum. Um kvöldið mundi hann svo hlaupa um á vatni Reykjavíkurtjarnar, fólki til uppbyggingar og sællar gleði. Ef Gúndi getur ekki framkvæmt áminnst kraftaverk, er ekkert varið í hann, og væri þá stuðningsmönnum hans sæmst að fjarlægja kauða, eða gefa hann á safnið sem helgað er falsspánnunum.

Þá væri tilvalið fyrir lærsveina meistarans Gúnda, með kjöt er á beinunum, að fá honum kross góðan og þungan úr gálgatimbri og láta hann æfa sig á að klöngrast með hann á beru bakinu frá Austurvelli, upp Bánkustræti og alla leið upp á Skólavörðuholt. Karlinn verður nefnilega að vera í góðu formi ef Pntíusi og Pílatusi og Kaífasi í Stjórnarráðinu þætti óhjákvæmilega annað en að krossfesta gripinn uppi á góðri hæð eins og alvörufrelsara, öðrum giljagaurum til varnaðar. Það væri óhugnanlegt, ef Gúndi mundi bugast undan krossinum, sökum æfingarleysis, strax við Bánkastræti núll og geispa þar golunni eins og hvur annar auvirðilegu hlandprestur. Svo er annað, sem rýrir hans nýja heilagleika Gúnda, en það er þessi skelfilegu munur á skoðunum hans og Jésú Krists á ríkum mönnum, auðvaldi, kapítalisma og NATO. Jésú var víst aldrei beint vel við auðvald og íhaldsburgeisa og þá ekki heldur stéttarbræður Gúnda, kauphallarhéðnana, en þann fénað rak hann með barsmíðum og skömmum út úr helgidóminum. Okkur er sem við sjáum Gúnda reka Engeyinga og samherja eins og boðflennur eða skítuga hunda út úr Dómkirkjunni í miðri hátíðarmessu. Þegar allt kemur til alls, vantar Gúnda aumingjanum so stjarnfræðilega mikið upp á að geta leikið frelsara, hvað þá verið frelsari og kraftaverkamaður, að hann ætti bara að lufsast til að aflýsa forsetaframboði sínu í fyrramálið, árla mjök, og skipa lærisveinum sínum að fara til Fjandans.  


mbl.is „Þarna brást kerfið og þarna brást ég“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband