Leita í fréttum mbl.is

Kommúnísk bylting liggur í loftinu í Bandaríkjunum

rev1Þá er farið að hylla undir allsherjar þjóðfélagsbyltingu í Bandaríkjunum, kommúníska byltingu að sjálfsögðu í bestu merkingu þess orðs. Abelsínuguli stagkálfurinn í Hvíta húsinu verður leiddur út og settur upp á pall þar sem börn og fullorðnir geta híað á hann að vild sinni. Bandaríkjaþing verður auðvitað rekið heim og sagt að skammast sín. Í stað ríkisstjórnar, þings og þess abelsínugula verða sett á laggirnar ráð, sem hafa þann starfa fyrst í stað að samfélagsvæða atvinnureksturinn. Um leið verður bandaríski herinn lagður niður.

Byltingin staðnæmist auðvitað ekki við Bandaríkin, því þess sjást nú þegar merki að í Evrópu að byltingin er yfirvofandi og auðvaldsblesar Evrópuríkja eru byrjaðir að skíta í sig af ofsahræðslu við byltinguna, líka hér á Íslandi.

Fáein íslensk auðvaldsnaut eru lögst inn á gjörgæslu, öll útskitin og þefurinn eftir því. Sóttvarnarlæknir sagði fyrr í dag, að betra væri að hafa slík óþrifnaðarendemi í súrheysgryfjum og bræðsluþróm en í uppábúnum rúmum innan um siðað fólk.

Fleiri fréttir af byltingunni síðar.  


mbl.is Ekkert annað en „morð að yfirlögðu ráði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband