Leita í fréttum mbl.is

Dæmisaga fyrir hjólríðinga í Grafarvogi og ráð fyrir þá við vondri brekku

séraEf hjólríðingunum í Grafarvogi er svona illa við brekkuskrattann þarna hjá sér þá fara þeir vitaskuld með jarðýtu á hana og taka hana af um leið og þeir moka alúmíníum-fígurklumpunum út í sjó. Eftir það geta Grafarvogsmenn og Grafarvogskonur riðlast á hjólhestum sínum aftur á bak og áfram þar sem brekkan var án þess að blása úr nös.

Einusinni keypti sárafátækt sveitarfélag úti á landi djangansmikið listaverk, eða það átti að minnstakosti að vera listaverk, til að setja niður uppi á hóli í miðju þorpsins. Þetta listaverk hét ,,Sjálfstæðisflokkurinn, sverð vort og skjöldur" og var gefið af tilefni tuttugu og fimm ára afmælis Sjálfstæðisfélagsins á staðnum. Ekki voru allir jafn glaðir með listaverkið, enda kom það vel fram á næstu vikum og mánuðum.

Nú listaverk þetta var eirmaður í fornbúningi með sverð, skjöl og öxi mikla. Einn sunnudagsmorguninn um haustið vöknuðu Sjálfstæðisflokksmenn á staðnum upp við að búið var að mála hausinn á karlinum eldrauðan og taka af honum öxina, hana höfðu óþokkarnir sagað af með járnsög. Á jólaföstunni festu þeir vírstreng í karlinn og drógu hann á hliðina með dráttarvél. En Sjálfstæðisflokksmönnum var annt um sinn minnisvarða og ármann og reistu karlinn við. En á gamlárskvöld, klukkan 00:00 á miðnætti kvað við ógurlegur dynkur, og er að var gáð, var eirkarlinn Sjálfstæðisflokksmannanna sprunginn í tætlur; óvandaðir dárar höfðu orðið sér úti um dínamít og bundu með því endi á hrakfallasamt líf minnisvarða Sjálfstæðisflokksfélagsins, eirkarlsins mikla, sem hafði kostað fátækan hreppsjóð mikla pénínga. 


mbl.is Erfið og óvinsæl en mjög falleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband