Leita í fréttum mbl.is

Sóttvarnarhúsiđ er nú ţegar fullt út úr dyrum af dauđvona sjúklingum

kolb3.jpgŢeir hafa nú heldur meira umleikis í Sóttvarnarhúsinu en ađ ţjónusta útlenska kóvíđgemlinga. Ađalstarfiđ undanfarna daga í Sóttvarnarhúsinu hefir veriđ fólgiđ í ađ stunda fárveika krataeđlissjúklinga. Ţeir sjúklingar, sem krataeđlisvírusinn hefir herjađ á upp á síđkastiđ hafa veriđ svo veikir ađ ţeim hefir ekki veriđ hugađ líf. Og allur er ţessi ofsakrankleiki nú í kratahjörđinni út af einum ellihrumum og örvasa prófessor í hagfrćđi? Ţađ er eins og ţessi endemi haldi ađ áróđursvellan, sem ţeir kalla hagfrćđi, sé vísindi og frćđi, og eflaust eitthvađ fleira ţar fram eftir götunum.

Fyrir nú utan, ađ hinn hrumi prófoss sé lagstur í Sóttvarnarhúsinu, ţá hafa starfsmenn hússins haft mikinn ama af Thorsaranum úr Samfylkingarkređsunni, hann er sem sé órólegur og svarar illa inngjöfum. Nú er Sóttvarnarhúsiđ stútfullt af hćttulega smitandi krataeđlissjúklingum, sem liggja ţar út um allt: Inni á herbergjum, göngum, undir rúmum, inni á salernum, eldhúsinu og búrinu. Djöflarnir sem settir voru í búriđ átu ţar allt, sem tönn á festi, um leiđ og drukku rauđvíniđ og koníakiđ sem ćtlađ var forstjóranum. Brátt verđur knattspyrnuhús tekiđ á leigu til ađ hýsa illa ţjáđa og stórveiklađa krata og ţeirra eđli.

En ţađ er til viđbótar af krataeđlissjúklinunum ađ segja, ađ allnokkrir ţeirra vóru bornir í Sóttvarnarhúsiđ í öngviti eftir hnefa Bjarnaben, en hann hefir á síđustu dögum rotađ ađ minnsta kosti ţrjátíu og tvo krataeđlissjúklinga, og er sagđur hvurgi nćrri hćttur. En ţađ er af hinum frćga hatti herra Ţorn. Gylfason ađ segja, ađ einhverjir gárungur komust yfir hann og fóru međ hann upp í sveit og settu hann ţar á hausinn á bröndóttri kvígu, ţar sem hann sómir sér óađfinnanlega. Og brátt mun ríkisstjórnin lýsa yfir neyđarástandi í landinu út af hinum illskeytta kratavírusi; útfararstjórar eru ţegar á ţönum viđ ađ sćkja meira timbur og nagla og hamarshöggin glymja langt fram á nótt, ţví ţeir ćtla ađ vera tilbúnir međ nógu margar kistur ţegar vírusinn fer ađ gera svo um munar út af viđ kratarćxnin.


mbl.is Hröđ atburđarás í Sóttvarnahúsinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband