Leita í fréttum mbl.is

Menningarsinni dćmdur fyrir listrćnan gjörning í strćtisvagni

perr.jpgAumingja mađurinn ađ fá á sig óvćgin dóm sem útheimtir péníngaútlát og jafnvel fángélsisvist ef illa tekt til hjá honum. Samt gekk manngarminum bara gott til. Ţađ var leiđinlegt í strćtisvagninum milli Keflavíkur og Hafnarfjarđar og honum kom í hug ađ skemmta öđrum farţegum og sjálfum sér dulítiđ í leiđinni međ ţví ađ setja upp gjörning. Og gjörningur í ţessu tilfelli heitir list og telst til menningarstarfsemi. En í stađ ţess ađ skemmta sér af hjartans lyst yfir gjörningi mannsins ţá kćrđu ţeir hann til lögreglu.

Ekki bćtti úr skák, ađ af hálfu löggćslu og lögreglustjóra var hinn ţaulreyndi Hálfdán Varđstjóri gerđur út af örkinni til ađ hafa höndur í hári gjörningamannsins í strćtisvagninum. Og eins og viđ var búist ţá gekk Hálfdán rösklega til verks ţví honum er hálfkák fjarri ţegar löggćslustörf eru annars vegar. Ţađ hafđi nefnilega veriđ hringt úr strćtisvagninum í lögregluna ţegar gjörningurinn stóđ hvađ hćst ţannig ađ Hálfdáni Varđstjóra auđnađist ađ grípa inn í áđur en vagninn komst á leiđarenda. Nú, ţá Varđstjórinn hafđi stöđvađ vagninn međ bendingum, ljósagangi og sírenublćstri skammt sunnan viđ álveriđ í Straumsvík, sem bráđum mun verđur álveriđ heitiđ í Straumsvík, vóđ hann inn í vagninn, seildist í hinn blygđunarlausa og dónalega líkamspart listamannsins og dró hann á honum af heljarafli út úr strćtisvagninum. Ég ćtla ekki ađ reyna ađ lýsa öskrunum og grénjinu í manngreyinu og farţegunum ţegar Hálfdán fjarlćgđi hinn grunađa. Sumir farţeganna voru reiđir yfir ţví ađ listamađurinn hefđi ekki fengiđ ađ ljúka gjörningi sínum, ađrir vegna ţess ađ honum hefđi yfirleitt veriđ hleypt inn í vagninn.

Síđan gekk allt sinn vana gang. Hálfdán lokađi sig inni í fangaklefanum međ misheppnađa gjörningslistamanninum og lúbarđi hann í refsingarskyni. Um kveldiđ fćrđi Hálfdán fanganum áfengi og eggjađi hann mjök til drykkju. Eftir miđnćtti sungu ţeir saman sönglagiđ sem Hálfdán Varđstjóri samdi fyrir nokkrum árum: ,,Vér pervertar erum mćddir oft og misskildir, en manngćskan hjá hinum vond og ljót." 


mbl.is Dćmdur fyrir ađ fróa sér í strćtisvagni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband