Leita í fréttum mbl.is

Ófrægt fólk sagt frægt og birtar af þeim kjánalegar myndir.

ingv51.jpgSíðan hvunær eru þeir Íslendingar frægir sem tilteknir eru í fréttinni: ,,Frægir Íslendingar ferðast með stíl"? Aldregi hefi ég heyrt minnst á nokkurn af þessu fólki og fylgist ég þó allvel með fréttum og soleiðis. Með sílíkónvarir og brjóst og vörurnar fram í dulítinn stút liggja þessir sérkennilegu ferðalangar nær berrassaðir úti á túni og þykjast vera að ferðast; að minnsta kosti er verið að reyna telja okkur trú um að þessar strípikindur séu á ferðalagi. Og meðal annarra orða: ferðuðust þessi frægðarmenni með stíl í rassinum? Ef svo var: hvurnig stíl? stíl í stílabók?

Þegar frú Ingveldur og Máría Borgargagn ferðast ásamt fylginautum sínum eru þær ætíð siðlega klæddar og haga sér í hvívetna til fyrirmyndar. Og þó þau hafi endrum og sinnum í staupinu á ferðum sínum um sveitir landsins láta þau ekki taka af sér hálfgildings klámmyndir inni á bæjunum eða úti á hlaði með bændum og búaliði. Þó urðu dálítil vandræði austur í Rangárvallasýslu, er þau frú Ingveldur voru þar á ferð, þegar Brynjar Vondalykt lét sig hafa það að gera sér ósiðlega dælt við eina kúna á bænum þar sem þau voru stödd. Bóndakurfurinn í kotinu snöggreiddist er hann sá á aðfarir Vondulyktarinnar og hljóp af stað með heyhvísl á lofti og hugðist reka þennan óknyttaskarf í gegn með henni.

kol28_1234389.jpgÁ margrómuðum ferðum sínum um landið hafa frú Ingveldur og Máría Borgargagn lagt bændakonunum lið í eldhúsinu, því þær eru laghentar og duglegar. Í leiðinni hafa þær spillt húsfreyjunum með gálausu tali þannig að sumar þeirra hafa ekki fundið frið í sálu sinni langan tíma á eftir. Eina af þessum freyjum gekk svo langt eftir að hafa hlýtt á mál frú Ingveldar og Borgargagnsins að drýja hór með fullum slordána, nýkomum af vertíð, í einni fjárhúsjötunni á bænum. Skömmu síðar andaðist bóndi hennar úr ókennilegum krankleik og var talið fullvíst að kérlíngarskrattinn hefði byrlað honum eitur á svívirðilegan hátt, en það var aldrei gert neitt úr því.  


mbl.is Frægir Íslendingar ferðast með stíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ljótt af þér að vera að ófrægja fræga fólkið Jóhannes. Rétt eins og þú veit ég ekkert hvaða fólk þetta er. En þetta er líka ungt fólk, en við gamlir kallar, ekki satt? Svo það er kannski von.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.8.2020 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband