Leita í fréttum mbl.is

Nú er verið að undirbúa víðtækar aðgerðir gegn Íslandi og Íslendingum

rat1Þá er allar þær þjóðir sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við að undirbúa víðtækar aðgerðir gegn Íslandi sem einhverju viðurstyggilegasta pestarbæli heims. Það er þokkalegt afspurnar ef gjörvöll Evrópa verður búin að loka fyrir öll ferðalög fólks til og frá Íslandi; meira að segja Brasilía, Indland og Bandaríkin eru búin að loka alfarið fyrir að Íslendingar séu að flækjast um á þeim slóðum. 

Á meðan þessu fer fram slær Katrín ,,forsætisráðherra" úr og í og passar sérstaklega upp á að móðga ekki gráðuga ferðaþjónustumógúla, kapítalista og útgerðarsamherja með gáleysislegu hjali, en stórmenni af því tagi er að finna bæði utan og innan ríkisstjórnarinnar. Og þó stórfelld hætta sé á að linkind stjórnvalda geti hæglega sýkt alla þjóðina af kóvíði nítjánda og hrint henni fyrir ætternisstapa má ekki undir neinum kringumstæðum gera fyrrnefnda aðila órólega og áhyggjufulla, hvað þá reyta þá til reiði og jafnvel illvirkja.

Já, einhver var að minnast á að nú fari að verða tímabært að poka helvíska ríkisstjórnina. Ekki vil ég nú muna hverjum hugkvæmdist þetta þjóðráð, en satt er það að hugmyndin er góð, frábær. Í gamla daga voru slagsmálahundar stundum pokaðir, einkum þegar dansleikir voru haldnir og sumir herramennirnir komnir í manndrápsstuð. Fyrir kom að poki með óðum slagsmálahundi í var hífður upp í gálga eða bara símastaur og hafður í þeirri hæð að auðvelt væri fyrir fólk að míga á þá; rösk kona, fræg af ráðdeild í sínu héraði, mátti horfa á eftir manni sínum ofan í poka á dansleik og bætti um betur því hún mé í dollu og skvetti yfir karl sinn í pokanum. Daginn eftir var maður konunnar orðinn endanlega sturlaður og gekk í Sjálfstæðisflokksins að kveldi þess dags.


mbl.is Smitrakningateymið verður þrefaldað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband