Leita í fréttum mbl.is

Matreiđsla mjaldra er vandasöm, hvađ ţá hvalsláturgerđ og spađsöltun

sundMjaldrar eru sérlega góđir til til átu og má búa til margvíslega rétti úr ţeim. Ketiđ af ţessum kvikindum er hvítt eins og kjúklingabringa og má tilreiđa ţađ bćđi sem steik og sođningu elligar hakka ţá í hamborgara. Nú ţegar Vestmannaeyjar eru á leiđ í einangrun vegna kóvíđs nítjánda, sem vara mun nćstu misseri ef ađ líkum lćtur, munu mjaldramerarnar koma ađ góđum notum ţegar fer ađ sverfa ađ og allar steikur af landdýrum búnar og fólk fariđ ađ leggja sér salernispappír til munns, ţví Eyjamenn eru frćgir fyrir ađ vera alltaf vel birgir međ kóséttpappír. 

Já, Vestmannaeyjar eru viđ ţađ ađ verđa Gúlageyjaklasi Íslands og píningarstađur. Brátt verđur ţangađ sendur í útlegđ Stjörnusýslumađurinn Stones, fórnarlamb lúmskra efrimillistéttar- og yfirstéttarfémínísta. Ţegar kemur ađ ţví ađ slagta mjöldrunum er eđlilegast ađ Stjörnusýslumanninum verđi faliđ ađ lóga ţeim og ţá međ eigin hendi. Viđ sjáum sem í draumi hr. Stones varpa sér í lúđrasveitarbúningnum til sunds í Klettsvík, vćddur sveđju og pístólu. En ţar sem kvenkyns mjaldrar eru illskeyttir og morđgjarnir verđur Stjörnusýslumađurinn ađ fara ađ öllu međ gát og skjóta Litlu Gr. og Hvítu Gr. af óbifanlegri ró á milli augnanna, hvurja af annarri, helst ekki međ meira en sekúndu millibili, og blóđga ţćr síđan međ hárbeittri sveđjunni. 

Eitt sinn varđ mannaumingja ţađ á í ógáti ađ bínefna frú Ingveldi og Máríu Borgargagn Stóru gr. og Litlu gr. svo ţćr heyrđu. Ţćr vinkonurnar brugđust illa viđ og lögđu aumingjann í einelti og beittu hann ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi og tókst međ tímanum ađ gera rćfilinn kynóđan. Ţađ var hrćđileg saga. Úr mjöldrum er gott ađ gjöra sér hvalslátur og hafa spikiđ fyrir mör. Blómur af mjaldri, eđa bara háhyrningi, er kóngafćđa og var étin af dönskum og ţýskum ađalsmönnum á fimmtándu öld og síđar. Á fornum bókum voru skráđar fyrr á öldum ţjóđlegar uppskriftir af ţjóđlegum réttum af mjöldrum. Ţví miđur fórust flestar ţessar uppskriftir á vondum heimilum, nema hvađ Árna Magnússyni tókst ađ bjarga fáeinum í sama mund og hann bjargađi handritunum góđu frá eilífri glötun. Ţegar sláturverkum verđur lokiđ í Klettsvík og Stjörnusýslumađurinn kominn í sparilúđrasveitarbúninginn sinn verđur upplagt ađ draga handritiđ af matreiđslubók miđalda upp og finna kaflann um mjaldursrétti, hvalslátur og mjaldursiđraragú og setja ađ svo búnu potta og pönnur á hlóđir.   


mbl.is Mjaldrarnir komnir til Klettsvíkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband