Leita í fréttum mbl.is

Svo hafnaði hann í klóm frú Ingveldar og hefir ekki þorað að slást síðan

bar1.jpgÆtli væri ekki nær að vera ekki með neitt bölvað skrök og segja sem er, að Bubur hætti ekki að slást fyrr en hann lenti í höndunum á frú Ingveldi. Því háttaði sem sé þannig til, að Bubur fór að sækja helgarsamkvæmi að heimili frú Ingveldar og Kolbeins, svona einna helst til að lyfta sér upp og kynnast alminnilegu fólki. Til að byrja með gekk á ýmsu, en allir létu kjurt liggja um sinn. En svo fór að kastast í kekki milli manna þegar Brynjar Vondalykt og Kolbeinn húsbóndi og eiginmaður frú Ingveldar fóru að leita á Bub með það fyrir augum að hafa af honum, sem maður segir, gögn öll og gæði.

Svo rak að því að allt fór í bál og brand og Bubur slóst eins og ljón við Vondulyktina, Kolbein og fjandann Indriða Handreð, sem hafði nú bæst í hóp þeirra áleitandi. Einnig leitaði Máría Borgargagn, þá heitkona Handreðs og síðar eiginkona, stíft á Bubinn og allt var eiginlega komið í óefni í helgarsamkomunum. Af miklu harðfengi og fyrir atgerfissakir tókst Bub að koma góðu höggi undir hökuna á Handreðnum og var hann þá þegar úr sögunni. Hisnvegar fórst Bubi verr við Vondulyktina, því hann reif utan af honum brækurnar og sparkaði í rassgatið á honum svo að við lá að framtönnurnar losnuðu í gómnum á karlgreyinu.

Þá snöri Bubur sér að Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra og framsóknarmanni og hengdi hann öfugan upp á snaga og nöri skósvertu í andlit honum. Þá var það sem frú Ingveldur sá sig tilneydda að skakka leikinn, en það gerði hún með því skiptast á fáeinum boxaralegu höggum við Bub og slá hann að svo búnu niður. Eftir að hafa kynnst hnefum frú Ingveldar hefir Bubur verið so hræddur að hann hefir ekki fyrir nokkurn mun þorað að slást, og þá allrasíst við kvenmenn, þókt andi hans hafi einlægt verið reiðubúinn til handalögmála.


mbl.is Bubbi hætti að slást þegar hann fór í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband