Leita í fréttum mbl.is

Þegar berserkur gamla Kolbeins fannst myrtur

kol27Alltaf er jafn upplífgandi að fá fréttir af því að einhver, eða einhverjir, hafi gengið berserksgang, en það sýnir oss að enn eru brekserkir meðal oss. Í kauptúninu, hvar Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, ólst upp og sleit barnsskóm sínum, var hroðalegur berserkur, Andrés að nafni, trylltur maður sem lék sér að því að rífa upp jarðýtur og velta þeim á hliðina. Þennan berserk notaði gamli Kolbeinn, faðir Kolbeins Kolbeinssonar, kaupfélagsstjóri og útgerðarstjóri, til að innheimta skuldir fyrir sig af skuldseigum óbótamönnum og einnig til að jafna um andskota sem gamla Kolbeini var í nöp við.

Svo fékk Kolbeinn kaupfélagsstjóri óvænt fréttir af því að berserkurinn væri farinn að halda við mágkonu gamla Kolbeins. Morguninn eftir fannst berserkurinn dauður niður við höfn, hafði verið skotinn í hnakkann með stórvirki skotfæri. Aldrei komst upp hvur valdur væri að morðinu, enda lítið gert til að upplýsa málið og nokkrum mánuðum síðar höfðu flestir gleymt voveiflegri burtsiglingu berserksins í þorpinu. 

En nú hafa einhverjir orðið óðir við að sjá einkarekið strætóskýli í Reykjavík og mölvað allt glerkyns í því. En ekki hafa þó berserkir verið þar á ferð, því ef svo hefði verið væru uppitöðurnar verið rifnar upp með rótum og þeim vafið saman eins og tvinnaspottum. Að brjóta gler er létt verk og löðurmannlegt, en að snúa saman gildum járnstöngum er aðeins á færi berserkja og heljarmenna.  


mbl.is Virðast hafa gengið berserksgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband