Leita í fréttum mbl.is

Af íslenskum brennuvörgum fyrr og nú

vik_1239908.jpgÞað held ég þessi Mikael í Njarðvíkum sé vaskur maður og kræfur. Í hið minnsta þarf meira en meðalmenni til að hafa orð á, í heyranda hljóði, að réttast væri að leggja eld að höfuðstöðvum KSÍ og brenna þær og Laugardalinn allan til ösku. Á söguöld, þá hetjur voru uppi með þjóðinni, var siður garpa brenna óvini sína inni og eru í þeim fræðum Njálsbrenna og Flugumýrarbrenna mestar, báðar sannkallað stofustáss í heimi íslenskra brennuvarga.

Á þessari stundu er mér ókunnugt um hvort Mikjáll af Njarðvíkum gangi enn laus, því mórallinn í dag er að ábyrgðarlaust sé að láta brennumenn njóta frelsis til að koma fram hefndum með því að kynda bál kringum þá er þeim er í nöp við. En vel má vera að Stjörnusýslumaðurinn Stones, sem rekinn var af Suðurnesjum og afplánar nú undir pilsfaldi hælisleitendaráðherra, hafi verið sendur á vettvang til að handtaka Mikjál kappa og taka af honum eldspýtur og kveikjara svo helvítið nái ekki að kveikja í Laugardalsvellinum áður en landsleikurinn við Rúmena hefst við hátíðlega athöfn.

En stundum brýtur nauðsyn lög og grípa verður til róttækra aðgerða. Þetta veit til að munda Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, framsóknarmaður og eiginmaður frú Ingveldar. Hann lenti í sárri raun og vaknaði upp í skelfilegum timburmönnum og fráhvörfum og óhrjálegum minningum um fyllirísglæp og afbrotahyski, sem gæti kostað hann langa dvöl í fangélsi innan um glæpamenn. Kolbeinn reis upp og settist á rúmstokkinn, sem frú Ingveldur kallar alltaf ,,sængurkantinn", og hugsaði sitt alvarlega mál. Eftir nokkra stund hafði hann orkt sig til niðurstöðu með eftirfarandi kveðlingi:

Mér er sóttin soldið þúng,
sárt hún kvelur gamlan púng.
En eftir það hopp og hóruþvarg
þá held ég ég ráði mér brennuvarg.

Um kveldið, - en um kveldið, góðir hálsar, - brann alræmt spillingargreni og athvarf misindisfólks í Þingholtunum til grunna, svo rækilega að einungis heimiliskötturinn komst lífs af. Og Kolbeinn Kolbeinsson taldi fram seðlana og andaði léttar.


mbl.is Hótaði að kveikja í höfuðstöðvum KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband