Leita í fréttum mbl.is

Skreið um markteiginn eins og blindur kettlingur

ball_1132817.jpgMikið þó djöfull var að sjá íslenska fótboltalandsliðið í kvöld. Jésús góður Guð. Markvörðurinn, ef vörð skyldi kalla, skríðandi í markteignum eins og blindur kettlingur uns boltaskömmin lullaði í netið. Og útispilararnir, ekki vóru þeir betri, gangandi hver á eftir öðrum útaf og þóktust vera meiddir. Þetta eru nú meiri kallarnir. En Danskurinn hló og hló að þessum leppalúðum og lék þá sundur og saman að vild.

Það segir sig sjálft, að það er tilgangslaust að vera halda úti landsliði sem gerir ekki betur en þetta. Það eina sem íslensku delarnir gátu gert á vellinum var að renna sér á rassinum fyrir dönsku snilldarmennin eða klifra upp á axlirnar á þeim eins og gíraffar. Meiri voru afrek íslenska knattspyrnulandsliðsins ekki í kveld. Og auðvitað á að reka landsliðsþjálfarann, aðstoðarlandsliðsþjálfarann og formann KSÍ; þetta eru mestu spillingarguttar, fyrir utan að hafa ekkert vit á fótbolta.

Þá var nú heldur densilegt að sjá til hans Gylfa. Þegar hann fékk boltann fór hann snúast í hringi og snörist áfram eins og skopparkringla, löngu eftir að boltinn var farin veg allrar veraldar, eða bara í markið hjá Íslíngum. Nú viljum vér að vanur nautgripahirðir verði ráðinn næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og nautgripahirðinum verði falið að byrja á að kíkja undir halann á leikmönnunum til að sjá hvers kyns er. Fleira er það nú ekki.


mbl.is Sterkari á öllum sviðum knattspyrnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband