Leita í fréttum mbl.is

Nú er hann dauður, eins og rotturnar sem þar bjuggu

rat5.jpgMiðbærinn er steindauður, skítugur, fráhrindandi, eins og dauður róni í ræsinu, og svo er feikna vond lykt þar, ég held hreinlega bara manneskjulegur sauróþefur. Það kemur og fram í fréttinni að miðbærinn hafi drepist fyrir tíu elligar tólf árum síðan. Ef það er rétt þá hefir einhver ólánsmaður vakið hann upp og reist frá dauða. Sona helvískur miðbær deyr hvorki né andast, hann drepst, eins og rotturnar sem þar eiga heima.

Í eina tíð bjó ég sjálfur í námunda við miðbæinn. Þá lýsti Reykjavík af góðri menningu og menn, og þá ekki síður konur, gengu glöð og reif um Laugarveginn, Austurstræti, Austurvöll og allt inn á hádegisbarin á Borginni, sem bauð af sér sérlega góðan þokka, svo sem kunnugt er. Á hádegisbarnum komu saman valinkunnir gjaldeyrisaflarar og báru saman bækur sínar. Einnig brá þar fyrir lögmönnum, heildsölum og ríkisstarfsmönnum, jafnvel úr Symfónýjunni. Aftur á móti var fremur lítið um kvenfólk á hádegisbarnum, enda fyrir neðan virðingu kvenna í þá góðu daga að sækja slíkan stað; konur þær er sóktu hádegisbarinn á Borgin vóru fortakslaust náttúrlausar og þýddi lítið fyrir flagara að sækja gull í skaut þeirra.

ingv4.jpgÁ mínum tíma í höfuðborginni var matvöruverslunum og skranbúðum lokað stundvíslega klukkan sex að kveldi, nema á föstudögum máttu verslanir hafa opið til sjö og ekki opnað fyrr en á mánudagsmorgni. Þegar maður hættir sér til Reykjavíkur í dag blasir við einhverskonar fáránlegt geðveikrahæli og í miðbænum, sem nú er að sögn blessunarlega steindauður er aungvu líkara en maður sé kominn inn í óhrjálegt haughús, ef þefurinn þar er hafður til hliðsjónar, en geggjaðar eiturætur hoppa eða slangra um göturnar, sem allskonar málningu og litarefnum hefir verið gusað á. En það er knæpa í öðruhvoru húsi í miðbænum og lýðurinn sem býr þar inni stiklar annað slagið út til að reykja og míga á gangstéttina; en sumir laumast bak við hús og skíta. Einnig eru til nægjusamari sem láta duga að drita að baki bekkja á Austurvelli, af þeim tiltekjum gýs oft ógnvekjandi pest. En þetta er víst nýmóðins stórmenning, ættuð úr sorptunnum New York, og hvur sem dirfist að fetta fingur út þessa nýstjórnarskrármenningu lágkúrunnar í 101 Reykjavík er brottrækur gjör af biluðum borgaryfirvöldum. 


mbl.is Spurt um dauða miðbæjarins á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Bjó í miðbænum fyrir 15 árum í dag fer ekki í miðbæinn nema tilneiddur. Þvílík umbreyting á nokkrum árum. Dapurlegt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 15.10.2020 kl. 10:27

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Tek undir það með þér Sigurður.

Jóhannes Ragnarsson, 15.10.2020 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband