Leita í fréttum mbl.is

Viturlegra hefði verið að hleypa minkunum í hænsnakofana

fugl5Mikið sakna ég þess, að frændur okkar Danir, skuli ekki hafa farið viturlegar að ráði sínu þega þeir ákváðu að skera upp herör gegn minknum og plágunni sem honum fylgir og hleypa kvikindunum inn í hænsna- og kjúklingabúin, og leyfa þeim að vinna sína vinnu þar í friði. Þegar síðasta hænsnið væri dautt og aunginn kjúklingur eftir á lífi hefðu félagar í skotveiðifélagi Danmerkur fengið aðgang að hænsnahúsunum til skjóta minkana. Með því móti hefði Danskurinn slegið tvær flugur í einu höggi: Losað sig hænsnin og hættuna af fuglaflensunni og alla fárveiku, kóvíðs nítjánda smituðu minkana.

Ekki er minnsti vafi á að leikurinn mun berast hingað til lands innan tíðar og þá ríður á að bregðast hart við og hleypa íslensku minkunum á íslensku púturnar og senda að svo búnu skotþyrsta skotveiðifélagsmenn í hænsnakofana til að ráða niðurlögum minkanna í eitt skipti fyrir öll. Þá væri og skynsamlegt að leyfa víkingasveitin og hernum, sem Björn Bjarnason er að stofna heima hjá sér, að spreyta sig á minknum með þeim góðu vopnum sem þeir hafa yfir að ráða.

Nú, þá er ekkert eftir nema helvískur villiminkurinn, það lævísa og blóðgrimma dýr. En það kvað hægara orkt en gjört að ráða niðurlögum þess kvikindis. Hvað gerðist ekki í hlöðunni að Eirdísarfelli í fyrravetur? Jú, þegar bóndinn kom í hlöðuna til gegninga tók minkur á móti honum og beit hann á barkann. Þá að var komið hafði villudýrið nagað höfuðið af bóndanum og lagt það í jötuna í hrútastíunni, en hægri fótinn mannsins, frá mjöðm og niðrúr, hafði minkurinn á brott með sér til gottgjörelsis sér og fjölskyldu sinni. Af þessu getur hvur maður séð, að ekki dugir minna til en heimstyrjaldarrekstur fullkomnustu herja heims ef sigur á að vinnast í stríðinu við villuminkinn á Íslandi.


mbl.is Virðast mjög mót­tæki­leg­ir og smita auðveldlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband