Leita í fréttum mbl.is

Ađ liggja á gluggum og gćgjast inn er hćttuleg iđja

JólasveinnSvo sem dćmin sanna ţá eru gluggagćgjur stórhćttuleg íţrótt. Er skemmst ađ minnast ţess  ţegar Jón Íţróttamađur stökk yfir limgerđiđ viđ húsiđ í Laugarneshverfinu og leyfđi sér ađ svo búnu ađ kíkja milli rifa á gardínunni á svefnherberginu, en ţar fyrir innan byltist pariđ á dívaninum. Ţetta ţókti Jóni Íţróttamanni góđ sjón ađ sjá og lyftist allur upp, einkum ađ neđan. Ţá gjörist hiđ óvćnta: Grimm kérlíng međ skögultönn kom ađvífandi fyrir húshorniđ og gekk ţegar í stađ í skrokk á Jóni Íţróttamanni, en sú gamla var međ naglaspýtu í annarri hendinni, krćklóttan lurk sem hún hafđi rekiđ tvo naglagaura í gegnum. Ţađ ku hafa veriđ ófögur sjón ađ sjá Jón Íţróttamann eftir ţennan ógnvekjandi atburđ.

Svo var ţađ nú hann Giljagaur Jólasveinn, aumingja karlinn. Hann var haldinn öfugsnúnum hvötum, fyrir nú utan ađ vera siđlaus, siđblindur og fúlmenni. Hann kom ćvinlega á ađventunni kallgreyiđ og lagđist á gluggana hjá fólki ţegar dimmt var orđiđ úti. Ţađ var látiđ af ţví, ađ Giljagaur fćri ekki í launkofa međ hryggilega annarlegar hvatir sína, er hann var ađ iđju sinni viđ gluggana. En ađ lokum varđ heldur brátt um Giljagaur Jólasvein.

Morgun einn, ţá albjart var orđiđ, en ţađ var rétt undir hádegi ţremur dögum fyrir Ţorláksmessu (boriđ fram Ţolláksmessu), veittu glöggir međ ţví athygli, ađ jólasveinn lá ađ ţví er virtist hreyfingarlaus og illa á sig kominn úti á snjóskafli í húsagarđi í Kópavogi. Er betur var ađ gáđ sáu menn ađ morđ hafđi veriđ framiđ: Giljagaur Jólasveinn hafđi veriđ myrtur međ stórum hnífi, hálfgerđri sveđju, og ţarna lá hann í hjarninu svo umkomulaus og smáđur. Útaf ţessu varđ uppţot međal jólasveina og Grýla gamla, sem er hálfsystir gömlu Framsóknarmaddömunnar, ćrđist og hótađi hefndum. Ekki löngu síđar át Jólakötturinn manninn sem átti hnífinn sem stađiđ hafđi á kafi í belgnum á Giljagaur. Og Grýla réđi nýjan Giljagaur ađ hirđ sinni eftir ađ hafa auglýst starfiđ samkvćmt lögum um ráđningu embćttismanna ríkisins.   


mbl.is Furđar sig á gluggagćgjum lögreglunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband