Leita í fréttum mbl.is

Ţađ er ekkert gamanmál fyrir eina pena smá-konu ađ eiga í átökum viđ flugdólga

sera.jpgHún er krćf kérlíng og hraust hún Áslaug Arna og frekar skulu einhverjir liggja óbćttir hjá garđi en hún ćđi út í ţá ofbođslegu reginheimsku ađ hćkka kaupiđ hjá einhverjum ekkisins frekum ţyrlukörlum, sem eru, eins og dćmin sanna, ekkert nema péníngagrćđgin. Áslaug Arna er auđvitađ ekki öfundsverđ fyrir ađ ţurfa ađ eiga viđ og umbera kaupgjaldsóđar frekjur og villumenn allan ársins hring, um ţađ erum vér öll sammála. Og nú er hún orđin eins og barnapía í dómsmálaráđuneytinu yfir Stjörnusýslumanninum Stones, sem hún tók ađ sér til sérverkefnis í ráđuneytinu.

Já, ţau eru snautleg örlögin Stjörnusýslumannsins Stones. Hjá kirkjunni eru viđsjárverđir og kyndugir klerkar leiddir til byskubbsstofu og hafđir ţar einir og sér í skammarkrók embćttisins ţar til ţeir verđa úr heimi hallir eđa fara á eftirlaun. Ţađ er víst mikil raun fyrir bysskubb ađ hafa ţessháttar dela og ólátabelgi hjá sér í horninu. Á sama hátt tekur Áslaug Arna ákaflega út fyrir, ađ hafa Stjörnusýslumanninn alla daga spriklandi í gemlingastíunni í dómsmálaráđuneytinu, ţví karlskröggurinn er mikill á lofti, en ţađ er sem hann hćkki um tvo metra ţegar hann er kominn í lúđrasveitarbúninginn sinn og setja upp sýslumannskórónuna og gnćfir ţá eins og ókleyfur fjallgarđur yfir blessađan ráđherranna.

stonesAuđvitađ vonum vér öll ađ dómsmálaráđherra gangi allt í haginn í viđureign sinni viđ bölvađa flugdólgana, sem eru ađ reyna ađ vađa yfrum hana á forugum rosabullum. Frú Ingveldur, og eignmađur hennar, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmađur, hafa í morgun gefiđ Áslaugu Örnu skćrgrćnt ljós á leggja flugdólgana ađ velli međ snarpri lagasetningu. Einnig hafa ţau hjónin, frú Ingveldur og Kolbeinn, reynt af fremsta megni ađ stappa stálinu í Áslaugu Örnu og espa hana til ađ taka helvíska dólgana aungvum vettlingatökum, međal annars hafa hjónin hvatt ráđherra til, ef allt um ţrýtur, ađ siga Stjörnusýslumanninum Stones á flugdólgana og bíta ţá svo afgerandi í bakhlutann ađ ţeir hlaupi í einu rykskýi upp í ţyrlurnar og fljúgi ţegar í stađ út í buskann til ađ bjarga veiku fólki og rjúpnaskyttum. Og hvur veit nema Áslaug Arna geti skroppiđ međ ţeim í dulitla flugferđ, sér til afţreyingar og afslöppunar, í ţví hefir hún reynsluna og ćfinguna.  


mbl.is Ekki hćgt ađ koma í veg fyrir ţyrluleysiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband