Leita í fréttum mbl.is

Ógurlegu áfellisdómur og enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð í Flokknum

dom_1272956.jpgUm leið og dómur féll í Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fóru andstyggilegar rógstungur þegar í stað á stjá með óþverra orðbragði í garð frú Sigríðar Á. Andersen. Þetta dónafólk við heitar sem sé að frú S.Á. Andersen verði rekin þegar í stað af Alþingi og hún færð fangavörðum á Litla-Hauni eða Hólmsheiði í höndur. Það er aungvu líkara en vesalings fólkið haldi að frú S.Á. Andersen sé einhver venjuleg leiðindaskrukka, sem eigi ekkert gott skilið. Nei, góða fólk og aðrir ódámar, frú S.Á. Andersen mjög virðuleg kona af góðu standi, alþingismaður og fyrrum ráðherra og óbrjótanlegur landstólpi.

Svo eru aðrar og yfirvegaðri manneskjur, sem sjá í hendi sér að dómur Yfirdeildar Mannréttinda í Evrópu gjöri að verkum, að nú sé frú S.A. Andersen komin í bílstjórasætið í kappakstrinum um að verða næsta formenni Sjálfstæðisflokksins. Aunginn annar af hugsanlegum arftökum Bjarnaben hefir enn verið dæmdur sekur af jafn gríííðarrrlega háum dómstóli; þar með er frú Andersen sjálfkjörin formenni Sjálfstæðisflokksins þegar Bjarniben lufsast frá, það er að segja ef hann hrökklast á brott áður en Sjálfstæðisflokkurinn verður lagður niður, eða hann bannaður eins og annar félagsskapur af hans tagi.

Við eldhúsborð frú Ingveldar sköpuðust fjörugar umræður dóminn yfir frú Andersen um leið og fréttir bárust af honum. Frú Ingveldur sagði strax að aunginn lifandi maður tæki mark á þessum andskotans dómstóli, sem væri skohh aunginn fjandans dómstóll. En Brynjar Vondalykt lét sér fátt um finnast, lyfti einungis öðrum þjóhnappnum frá stólsetunni og prumpaði. Bæði Kolbeinn og Máría Borgargagn hölluðu undir flatt, því þau skildu ekki par í ótrúlegu framferði Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Indriði Handreður var ekki við eldhúsborð frú Ingveldar að þessu sinni því hann var settur inn í nótt eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvun og óspektir á almannafæri. Ungfrú Áslaug Arna var aftur á móti við eldhúsborðið, en hún veit ekki sitt rjúkandi ráð, því hún skynjar að dómurinn yfir frú S.Á. Andersen er ógurlegur áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum, sem eftir þetta verður settur á bekk með samtökum þorpara, götustráka og lúsablesa. 

 


mbl.is Yfirréttur MDE staðfestir dóm í Landsréttarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband