Leita í fréttum mbl.is

Eftirsótt starf

kol5Afar merkilegt star er nú laust til umsóknar, sjálft embætti forsetaritara. Þetta er frábærlega vel launað starf, sem felst í því rita embættisbréf fyrir forsetann, ef svo illa hagaði til að þjóðin hefði kosið sér óskrifandi og ólæsan forseta. Fráfarandi forsetaritari var ráðinn vegna kunningjatengsla hans við séra Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrum forseta, en kunningjatengsl þessi voru tilkomin vegna þess að þeir voru samherjar í baktjaldamakki og valdabaráttu í Alþýðubandalaginu sáluga. 

En nú er sem sé núverandi forsetaritari, skáldmennissonurinn og krataeðlisþingmannsbróðirinn og Thorsarinn, að hrökklast úr embætti, enda séra Ólafur Ragnar orðinn landlaus og utangátta. Sem betur fer hugsa margir sér gott til glóðarinnar og hafa nú þegar sextíu manns sókt um að fá vinnu við að skrifa bréf fyrir forseta sem ekki kann að skrifa. Allt eru þetta valinkunnir sæmdarmenn og sæmdarkonur. Nema hvað? Mannvalið er hreint stórkostlegt og stórbrotið. Meðal umsækjenda er til dæmis þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sem og fræðimaðurinn, rithöfundurinn og skáldið Sigurður Nordal. En þessir tveir hljóta að teljast líklegastir til að hreppa hnossið.

Svo eru þarna umsækjendur sem hafa fátt eitt til brunns að bera annað er krataeðlið, það er meira að segja óvíst að þeir giljagaurar kunni að draga til stafs. Á lista umsækjenda er nefnilega að finna nöfn þeirra háæruverðugu manna Glúms Jónsbaldvinshaníbalssonar og hr. Guy Burgess, er áður gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá krataeðlinu í Samfylkingunni en hann er því til viðbótar maður hinnar burtstokknu Rósu VG. Svo er að sjá að kona Stjána söngs, Sigurjóna (með títuprjóna), hafi líka sókt um skrifarastarfið, en hún er dóttir krataeðlismaddömunnar Rannveigar frá Ísafirði. Þannig mætti lengi telja upp skarann allan af öndvegisfólki, sem tilbúið er að fórna sér fyrir starf sem útheimtir samkvæmisklæðnað hvunndags, sæmilega skriftarkunnáttu og eru ekki fótrakir. Og þar sem þetta er hlý innivinna, ef vinnu skyldi kalla, þá er eftir geysimiklu að sækjast.


mbl.is 60 sóttu um embætti forsetaritara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband