Leita í fréttum mbl.is

Ţeir í 101 munu leiđa hann upp á Skólavörđuholt til krossfestingar

kross.jpgÁsmundur Einar er sveitadrengurinn sem varđ svo ofbođslega róttćkur til vinstri ađ hann varđ ađ ganga í Framsóknarflokkinn. Rétt áđur en hann gekkst gömlu Framsóknarmaddömunni á hönd sat hann leynifundi međ róttćklingum, sem voru ađ brćđa međ sér uppreisn gegn óţrifagemlingum Flokkseigendafélagsins í VG. Ţađ er samdóma álit allra ţeirra sem sátu ţessa fyndi međ geldingatangapiltinum Ásmundi Einari úr Dölum vestur, ađ hann hafi bókstaflega ekki ráđiđ sér fyrir róttćkni. Ţegar hann mćtti á síđasta fundinn međ hinum róttćku var ljóst ađ til tíđinda mundi draga, ţví drengurinn var kominn í Che Guivarabúning og vildi ólmur hlaupa út til byltingarstarfa. Daginn eftir var hann genginn í Framsóknarflokkinn, en einn hinna róttćku sagđi ţegar hann fékk fréttina um vistaskiptin, ađ gott vćri ađ auminginn svorni vćri kominn á vitfirringahćliđ og vonandi ađ honum auđnađist ađ finna ţar sálarró undir pilsfaldi gömlu Maddömunnar.

Nú ćtlar drengurinn úr Dölunum ađ yfirgefa heimahagana og fórna sér fyrir byltingarmálstađ gömlu Framsóknarmaddömunnar og gifturíka Kaupfélagsstjórans á Sauđárkróki og fara í frambođ í hundrađ og einum Reykjavík. Trúlega verđur ţetta ekki ferđ til fjár, ţví kaffihúsa- og knćpuspekingar í hundrađ og einum eru vísir til ađ draga greyiđ upp á Skólavörđuhotiđ og krossfesta hann ţar, rétt eins og kaffihúsa- og knćpuspekingarnir í Jérúsalem gjörđu ţegar ţeir fóru međ Jésú vin okkar upp á Hausaskeljaholt í Jérúsalem til krossfestingar. Ţađ verđur mikill helgiljómi yfir Skólavörđuholtinu ef frćđimenn og farísear hundrađ og eins Reykjavíkur fara međ Ásmund Dađa ţangađ upp eftir og krossfesta hann vel og vandlega svo gamla Framsóknamaddaman öđlist eilíft líf í Framsóknarfjósinu.

Svo má líka vel ver, og ţađ er jafnvel mikiđ líklegra en hitt, ađ skríllinn í hundrađ og einum láti sér fátt um finnast međ fórnarframbođ Ásmundar litla Einars í Reykjavík og hans hlutskipti verđi ađ liggja ţar fallinn í götusvađinu eftir nćstu kosningar. Og ef hann klúđrar ţingsćti í Reykjavík, ţá er eins víst ađ gamla, geđilla og geggjađa Framsóknarmaddaman klćđi sig upp úr körinni, leggi land undir fót međ hrossageldingartöng í hendinni, og hafi upp á Drengskriflinu og kenni honum ţá lexíu sem bragđ er af. En ljóst er ađ flan Ámundar Einars mun enda afar illa, á hvurn veg sem ţađ verđur.



mbl.is Ásmundur fer fram í Reykjavík norđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband