Leita í fréttum mbl.is

Þjófsnautar og glæpasamtök

monni1_827521.jpgEflaust er þetta rétt skref á réttum tíma fyrir innvígðan krimma- og braskaralýð Sjálfstæðisflokksins. Hinsvegar er þetta rangt skref og glæpur gagnvart réttmætum eigendur Íslandsbanka og Landsbanka, þ.e. fólkinu í landinu sem á þessa banka. Og þó ein vesöl þingmennisskjáta Sjálfstæðisflokksins þvaðri rakalausa endaleysu til að þóknast eigendum sínum, þá má hann vita það að landsmenn eru ekki búnir að gleyma því þegar Sjálfstæðisflokkurinn gaf drullusokkum sínum banka og aðrar verðmætar eignir fólksins í landinu i nýfjálshyggjfárinu fyrir Hrun og skipbrot auðvaldsstefnunnar haustið 2008.

Í Kjarnanum í dag stendur eftirfarandi: ,,Nokkrir fjárfestar stóðu að kaupum á 12,1 prósent hlut Landsbankans í umsvifamesta fjárfestingafélagi landsins í síðasta mánuði. Þar á meðal voru stærstu eigendur Stoða, eignarhaldsfélagið Mótás og Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis." Hvaða andskotans glæpamenn eru það sem taka ákvarðanir um glæpaverk eins og þetta? Eða eru Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst skipulögð glæpasamtök, eins og ýmsir hafa haldið fram og með allgóðum rökum? 

Það er laglegur fjandi ef það er svo, að þjófnaðir, þýfi og þjófar hafi algjöran forgang í huga þeirra sem þjóðin hefir falið að fara með hennar mál. Það má svosem búast við öllum skrattanum af eigendum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, enda hafa þeir þráfaldlega sýnt að þeir eru ekki vandir af meðulunum. En að liðið í VG skuli standa að þessu glæpabraski og aðför að eigum almennings er svo stórfurðulegt að engu tali tekur. Finnst Katrínu Jakobsdóttur eðlilegt af hennar hálfu og VG að gerast þjófsnautar og sjá gegnum fingur sé þegar fingralöng óbermi auðvaldsins ræna eigum almennings um hábjartan dag? Voru það svona áhrif í pólitík sem þú varst að sækjast eftir þegar flokkseigendafélagið gerið þig að varaformanni fyrst og síðan að formanni þegar farið var að syrta í álinn fyrir Steingrími og Swabbófjölskyldunni? Ertu virkilega svona mikið andskotans gauð, frú Katrín, eða ertu bara, þegar allt kemur til alls, lágkúruleg auðvaldstrunta eins og Bjarniben, frú Andersen og Thorrgerður Katrín? Þú hefir enn dálítinn tíma til að reka eithvað af slyðruorðinu af þér og flokknum þínum, en það kostar það að þú segir upp vistinni hjá glæpasamtökunum og maddömuherfunni og sprengir ríkisstjórnina í loft upp með öllum þeim spekúlasjónum braskaralýðsins um ránsferðir um eignir almennings. Sýndu nú einusinni, að það sé einhver glæta af hugsjón og réttlætiskennd í höfðinu á þér áður en þú dagar endanlega uppi sem eitt auvirðilegt verkfæri auðvalds, braskara og stigamanna. 

Við þetta er rétt að bæta orðum séra Davíðs: 

„Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að "setja eigur ríkisins á markað" finnst mér nauðsynlegt að afrugla aðeins hvernig sagt er frá þessu. Hér eru tvö orð sem vert er að gefa gaum að merkingunni í og því hvernig þau eru notuð. Hið fyrra er "markaður". Hverjir eru "markaðurinn"? Ég er ekki á þessum markaði og fólkið sem kemur hingað til að biðja um hjálp er það ekki heldur. Öryrkjar eru ekki á þessum markaði.“ Að mati Séra Davíðs er orðið „Markaður“ í raun fínt orð yfir það sem kallað er „fjármagnseigendur“ sem aftur er skrúðyrði yfir þá sem eiga peningana, auðmenn. „Hitt orðið er "ríkið". Hverjir eiga "ríkið"? Það er í raun almenningur í þessu landi, þjóðin. Höfum þess vegna alveg á hreinu að þegar talað er um að setja eigur "ríkisins" á "markað" er í raun verið að tala um að koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna.“


mbl.is Rétt skref á réttum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband