Leita í fréttum mbl.is

Úrbótatillögur flokksins í völskumálum

Í sveitarfélagi einu á Íslandi, ekki svo fjarri höfuđborginni, tók einn flokkurinn sig til fyrir sveitarstjórnarkosningu og samdi sér athyglisverđa kosningastefnuskrá, ađ sjálfsögđu grundvallađa á höfuđstefnuskrá föđurflokksins á landsvísu. Í umrćddri stefnuskrá var í kaflanum um ,,nýsköpun í atvinnumálum" variđ einum fjórđa úr blađsíđu variđ í ađ tala um ,,völskueldi", en valska ţýđir, eins og allir vita, rotta. Í greinargerđ um völskueldiđ, sem birtist í síđari kosningabćklingi flokksins fyrir kosningarnar, var harmađ bágboriđ ástand rottustofnsins í bćnum og kenndu menn úrkynjun um.

rat5_1243065.jpgJá, völskustofninn var sem sé orđinn illa úrkynjađur ađ mati helstu náttúruvísindamanna flokksins á stađnum; sífelld innbyrđis ćxlun kvikindanna í marga áratugi, ef ekki aldir, hafđi međ tímanum gjört vesalings dýrin ađ treggáfuđum og jafnvel géđveikum krypplingum međ sárasótt og ýmislegu óhentugu háttalagi. Nú var svo komiđ ađ völskustofninn í plássinu var ađ deyja út; meira ađ segja kettirnir voru komnir međ ógeđ á ţessum skítarottum og báru ekki lengur viđ ađ veiđa ţćr, hvađ ţá leggja ţćr sér til munns.

Samkvćmt úrbótatilögu flokksins í völskumálunum, varđ ţví lofađ ađ hreppsnefndin mundi senda sína menn til Reykjavíkur til ađ veiđa mörg dýr úr hinum orđlagđa og harđgerđa völskustofni, sem sagt er ađ búi í skólprćsum borgarinnar, en forfeđur dýranna eru sagđir hafa tímgast og ţróast í afar harđgerđa einstakling á ruslahaugum Reykjavíkur sem stađsettir voru í fjörunni fyrir neđan JL-húsiđ sem margir kannast viđ. Nú, völskunar voru veiddar, ţrjúţúsund stykki á fćti, sem Reykjavíkurborg seldi hinu nćstum rottuvana sveitarfélagi á krónur ţúsund, per/stk. Er skemmst frá ađ segja, ađ ţegar höfuđborgarrottunum, ćttuđum úr 101. var sleppt í ţorpinu tóku ţćr ţegar til óspilltara mála og yfirtóku stađinn. Hinn nýi rottustofn hóf vegferđ sína í nýjum heimkynnum međ ţví ađ drepa allar gömlu heimarotturnar; ţar nćst gjörđu ţćr ađsúg ađ köttunum og flćmdu út fyrir bćjarmörkin, sömuleiđis hundana. Ţegar ţar var komiđ sögu fór ađ styttast í ađ mannfólkiđ legđi á flótta, ţví rotturnar tímguđust hratt og vóđu inn um öll íbúđarhús og vinnustađi, nagandi og étandi. Börn voru ekki óhult í vögnum sínum, en ţegar helvítis kvikindin höfđu nagađ sig inn í líkhús bćjarin og lagst á náina, brast á flótti í liđi eftirlifandi ţorpsbúa og ţeir hurfu á braut frá heimilum sínum og vinnustöđum og hafa aldregi sést ţar síđan.  


mbl.is Norskar rottur gefast upp á miđbćjunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband