Leita í fréttum mbl.is

Hvur búhnykkurinn öðrum stórbrotnari fellur oss nú í skaut

und1Það er enginn smá búhnykkur fyrir Pírata að fá stjórnmálaskörunginn Andrés Inga Jónsson alþingismann til liðs við sig. Þetta er svona svipað og ef knattlið Sindra á Hornafirði fengi Messi til liðs við sig. Nú, Andrés Ingi hefir fengið afskaplega góða þjálfun í undanrennustjórnmálum, heiðarleika og borgaralegum dyggðum í undanrennuæfingabúðum Stenngrims Johoð og lauk þar námi með glansi og glæsibrag.

Svo átti stjórnmálalegur skörungsskapur og hugsjónaeldur Andrésar Inga ekki lengur við gleðskap VG og Stenngrims og hann gekk til liðs við Pírataflokkinn, sem er hliðardeild og aukageta í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna. Reyndar lét Stenngrimur Johoð hafa eftir sér að Andrés Ingi væri svo útvatnað þunnildi að hann vissi sjaldnast hvort hann væri að koma eða fara. Svo bætti Stenngrimur við í háðslegum javfnaðartóni að Píratar hefðu verið svo heimskir að borga sér krónur 25 þúsund fyrir að fá gripinn í sínar raðir. Píratar hinsvegar gleðjast yfir litlu og segja að pilturinn sé næstum hvurrar krónu virði og er gleði ríkjandi í reykfyllta bakherberginu í Píratagreninu í dag. En hvurnig þeir ætla að tylla þessum sérkennilega gufuslæðingi á framboðslista er öllum sannarlega hulið.

Svo er heldur aunginn slorbúhnykkur í vændum hjá Samfylkingunni. Ekki er langt síðan Samfylkingin hreppti undanrennukiðlinginn Rósu Björk frá Stenngrimi og nú er í þann veginn að bætast í hóp framboðsskörunga Samfylkingarinnar aungin önnur en hún Þórunn Sveinbjarnardóttir, sá stórbrotni fulltrúi efrimillistéttarfémínísmans. Þar með má slá föstu að í uppsiglingu er heilbrigð samkeppni í virðulegum og settlegum efrimillistéttarfémínísma millum Samfylkingarinnar og VG. Mikið erum vér Íslendingar heppnir og megum vera þakklátir fyrir fyrir öll heilbrigðu og heiðarlegu stjórnmálin sem vér ómaklegir höfum öðlast. 



    


mbl.is Andrés Ingi gengur til liðs við Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Alveg mögnuð grein eins og svo oft áður frá þér.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.2.2021 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband