Leita í fréttum mbl.is

Nei, þessi telpa er ekki áhrifavaldur. Hinsvegar er Brynjar Vondalykt áhrifavaldur

Framsókn1Hvernig er þessi telpa áhrifavaldur? Á hvað hefir hún áhrif? Því miður hefi ég aldrei heyrt á þessa manneskju minnst, hvorki fyrr eða síðar. Að vísu er hún með vörurnar fram, en það kvað vinsælt hjá stúlkum af hennar kalíberi að skjóta vörunum fram um leið og tekin er af þeim ljósmynd. Og hún er sögð í slagtogi með Banza syni Bjarnaben, varla er hún merkilegri fyrir það.

Um jólin síðustu kvað frú Ingveldur upp sinn lokadóm yfir ungu fólki sem gengur með vörurnar fram og skrökva því blákalt upp að það séu áhrifavaldar. - Þetta eru minni áhrifavaldar en grasmaðkarnir á lóðinni, og eru þeir næsta áhrifalausir, og enn minni áhrifavaldur en litla þúfan sem veltir þungu hlassi. Hvort þetta áhrifalið er endrum og sinnum undir áhrifum varðar mig ekkert um svo framarlega sem það lætur mig og mína í friði. En drukknir unglingar fá náttúrulega ekki aðgang að mínum heimili. Þegar Kolbeinn minn kom eitt sinn um miðja nótt með draugfulla telpumeri með sér eins og hund í bandi flengdi ég bæði í forstofunni hjá mér, - það var stórhýðing - læsti þau inni í garðskálanum mínum. Þá gistingu launuðu þau með því að míga í bensíntankinn á garðsláttuvélinni, sem geymd var þar inni.

-Þá vóru þrifleg áhrifin sem Brynjar Vondalykt hafði á ungdóminn fyrir vestan, sællar minningar, hélt frú Ingveldur áfram fyrirlestri sínum. - Heila kynslóð gerði mannandskotinn að rummungsþjófum og aumingjum, sem hika ekki við að svíkja föðurlandið þegar færi gefst á og landráð er þessum kynslóðarræfli eins og í blóð borið. Þegar Vondalyktin hafði verið þrjú eða fjögur misseri fyrir vestan gjörði forstjórinn hann að aðstoðarmanni sínum, og saman stálu þeir útgerðarfyrirtækinu kaupfélaginu, trésmíðaverkstæðinu, járnsmiðjunni og veiðarfæraverkstæðinu og skyldu ungu kynsólóðina eftir með nokkrar smáar plasttrillur og skítinn í buxunum; þeir skildu ekki einusinni kvótann eftir hjá fólkinu. Eftir þetta var farið að taka mikið meira mark á Brynjari Vondulykt og prestar fóru að vitna í orð hans í stólræðum og yfirfóstrur á leiggskolonum að segja börnunum sögur af þeim fyndna manni Brynjari Vondulykt og syngja með guitarundirspili áhrifaríka söngva um kappann, - sem varð svona líka áhrifavaldur þarna fyrir vestan. 

(Meðfylgjandi mynd er af leyfunum af hraðfrystihúsinu sem Vondalyktin og forstjórinn stálu og seldu.)


mbl.is Sunneva dekraði við kærastann á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband