Leita í fréttum mbl.is

Óvitaslagur á Norðvesturlandi

ing11Ekki er óalgengt að fjölmiðlar leyfi sér að hæðast að lítilsigldum poletikusum með því að tala um þá undir rós á lævísan en þó alvörugefinn hátt. Þegar talað er um ,,oddvitaslag" hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi varðandi skipan næsta framboðslista Flokksins í því vansæla kjördæmi þá er vissulega verið að hæðast undir blaðlítilli rós að umræddum keppinautum. Enda varla nokkur furða. Hreint út sagt er ekki um neinn oddvitaslag að ræða í þessu tilfelli, nær væri að tala um óvitaslag. Og vísast verður tilvonandi ,,slagur" áþekkur því þegar blindir hvolpar burðast við að fljúgast á um spenann á tíkinni sem fæðir þá.

En hvað um það hvur verður ofaná í ,,slagnum", Haraldur eða telpuhnátan með langa nafnið, þá munu kjósendur í kjördæminu, þekki ég þá rétt, ekki láta sitt eftir liggja að kjósa þau sína fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Til dæmis gera Vestfirðingar eins lítið úr sér eins og þeir geta, kosningar eftir kosningar, með því að fleygja atkvæðum sínum á Sjálfstæðisflokkinn. Það mætti halda að Vestfirðingar hafi hreina unun af því að láta Sjálfstæðisflokkinn spila með sig, svelta, pína og útskúfa. Og á meðan byggðum Snæfellsness blæðir hægt og rólega út hamast íbúarnir þar um slóðir við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og bukta sig og beygja, snobba og kumra eins og blauðir hundar fyrir oddvitum og óvitum þessa skelfilega Flokks.

Auðvitað skiptir ekki nokkru máli hvort óvitinn í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi heitir Haraldur eða mörgum nöfnum, niðurstaðan verður alltaf hin sama. Og það mun gjöra sama gagn þótt hrútur af Hvalfjarðarstönd verði í fyrsta sæti Flokksins í kjördæminu og glanspússaður og glimmeraður heimilisköttur á Akranesi í öðru, eða öfugt, kjördæmið er á útleið hvort sem er.

   


mbl.is Oddvitaslagur hjá Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband